Jagger og Tina

Í dag eru víst 30 ár síðan Elvis dó og það ku vera haldið upp á það víða, sennilega einnig af því fólki sem heldur því fram að Elvis hafi ekki dáið. 

Ég hef aldrei skilið þetta með Elvis.  Jú jú hann á svo sem nokkur ágæt lög sem maður raular með þegar þau eru spiluð í útvarpinu.  Þetta er alveg eins með Bítlana.  Hef aldrei náð upp í þetta Bítlaæði, öskrandi múginn og grátandi konur sem falla í yfirlið.  Líklega er þetta eins og svo margt annað "you had to be there" 

Ég er hins vegar hrifin af Stones.  Þeir eru líka enn að og láta ekki deigan síga.  Við vitum öll hvernig fór fyrir Elvis, já og Bítlunum.  Þess vegna finnst mér Jagger og félagar mun merkilegri en bæði Elvis og Bítlarnir til samans.  Svo má heldur ekki gleyma henni Tinu Turner en hana telur nú engin með enda "bara" kona. 

Ég er fyrir löngu búin að ákveðja að þegar ég verð sextug ætla ég að hafa fótleggi eins og Tina og vera jafn svöl og Jagger, ég stefni nefnilega að því að vera enn að um sextugt og gott betur

Yfir og út í bili

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Iss, sextug -- hvað er það?

Gaman að þú skulir nefna Tínu, þrátt fyrir allt er hún á nokkru uppáhaldi hjá mér. Ég gaf út sjálfsævisögu hennar fyrir nokkrum árum og meðan ég var að yfirfara þá þýðingu -- góða þýðingu Ásgeirs Tómassonar -- lét ég tónlist hennar ganga yfir mér. Hef að vísu takmarkaðan áhuga á þeirri grein tónlistar, en smám saman fór Tína að smjúga inn hjá mér. Og snertir þar einhvern streng.

Það er erfiðara með Jagger. Hann er svo helvíti ljótur líka!

Sigurður Hreiðar, 16.8.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Æ já ljótur er hann blessaður karlinn en einmitt svo dásamlega ljótur að það er næstum því fallegt

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband