Jónas og amma

Ó já það er sko komin tími á nýtt blogg.  Verst að það er úr mér allur vindur.  Það liggur eitthvað í loftinu núna.  Einhver spenningur í fólki.  Ég mátti hafa mig alla við að kennslan í morgun leystist ekki upp í tóma vitleysu.  Það stóð nú tæpt á stundum.  Varð hálfpartinn að kaupa mér frið með hrútaskránni.  Þær bókmenntir eru til margra hluta nýtilegar Wink

Annars ku vera 200 ár, í dag, síðan Jónas fæddist.  Hann er sagður eiga afmæli í dag.  Ég vil því ítreka spurningu mína um það hvort látið fólki geti átt afmæli.  Ég var búin að gleyma að Jónas og amma áttu sama afmælisdag.  En hún amma mín sem dó í gærkveldi hefði orðið 83 ára í dag.  Hún var því nákvæm á þessu hún amma, 83 ár og ekki degi lengur

Kveðja af eyrinni frá örþreyttum, ráðunaut, kennara og námsmanni sem er búin að opna bjór í tilefni þess að það er komin föstudagur og því örlítil pása framundan

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skál

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:48

2 identicon

Eftir langan dag sem endar með svona frétt er best að  gera nákvæmlega ekki neitt , bara slappa af og rifja upp allar góðu minningarnar. Kveðja úr Klettunum

aG (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband