Hann á afmæli í dag........

Dagurinn í dag markar upphaf jólaundirbúnings í mínum huga.  Í dag á hann Hákon bróðir (a.k.a Konsúllinn) afmæli, er 27 ára í dag.  Til hamingju með það kæri bróðir.  Þegar ég var lítil (yngri) var afmælið hans Hákonar glöggt merki þess að jólin væru á næsta leiti.  Það hefur ekkert breyst.  Sumir hlutir breytast sem betur fer aldrei sama hvað maður verður gamall.  Ekki það að ég sé gömul.  Var reyndar spurð, af nemanda mínum, um daginn hvort ég væri fertug.  Hann er komin á svartan lista.  

En svo við snúum okkur aftur að jólunum þá er líklega best að fara að taka upp jólaskrautið og fjárfesta í eins og einni eða tveimur seríum.  Skelli þessu upp eftir helgi. 

Spurning um að fara að draga upp smákökuuppskriftirnar og jólalögin, a.m.k um mánaðarmótin.

Kveðja

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er alvegr rétt en dagurinn sem ég vissi alltaf að jólinn væru að koma var þegar jón átti afmæli sem er nu bara 5 dögum eftir að konni á afmæli en mér finst það þú ættir að fella þennan nemanda heheh

kveðja hermann frændi

hemmi (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:56

2 identicon

Blessuð frænka.

 Andskotans ósvífni í þessum nemanda, er sammála síðasta ræðumanni. Feldu helvítið!!!! 

Bestu kveðjur

Dísa í Holstebro

Dísa (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 406

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband