Jólin eru kominn.....

.... á Hvanneyrargötu 4.  Tók með mér jólaskrautið að norðan og henti því upp þegar ég kom uppeftir.  Fann glögglega fyrir því að þetta hús var byggt fyrir tíma jólasería í gluggum þar sem aðeins er ein innstunga í svefnherberginu og er sú innstunga staðsett hérumbil eins langt frá glugga og mögulegt er.  Verð að fá mér rosa-langa framlengingarsnúru, þá fyrst get ég tendrað í svefnherberginu líka.

Reyndar munaði minnstu að ég kæmist ekki suður í kvöld.  Þegar vélin mín var lent var tilkynnt um að frekara flugi væri frestað um óákveðin tíma þar sem of hvasst væri að verða í kringum Reykjavíkurflugvöll.  Það var líka býsna róstusamt ferðalag í vélinni síðasta spottann, líklega ekki fyrir viðkvæmar sálir.  Svo var skítaveður á leiðinni upp á Hvanneyri og litlu eftir að við Þorbjörg renndum í hlað var varað við óveðri undir Hafnarfjalli.

En alla leið komumst við með allt okkar hafurtask.  Því er komin tími á að slaka á

kveðja af Eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús flugið frá Ak var sko ekki gott í gær... En gott að þið komust heilar heim :) Við komumst heim eftir 6 tíma velting í herjólfi :( ógeðis..

Takk fyrir afmæliskveðjuna :)

 Bestu kveðjur frá eyjum..

Guðrún Bergrós..

Guðrún Bergrós... (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:24

2 identicon

Hæ Gunnfríður. Kíki stundum hérna í heimsókn og ákvað nú að kvitta fyrir.  :o) Hafðu það gott! Kv. Vigdís.

Vigdís G. (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 400

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband