ROK

ROK er orð dagsins.  Vaknaði fyrir allar aldir í morgun eða nánar tiltekið rúmlega 5.  Tilefnið var að ég átti að vera mætt í flug til Akureyrar kl 7:15.  Keyrði suður ásamt Magnúsi.  Það var að sjálfsögðu skítaveður, með öðrum orðum sagt, ROK.  Hitti Grímsa frænda á flugvellinum og hann tilkynnti okkur að við gætum algerlega gleymt þeirri hugmynd að ætla að fljúga norður.  Ástæðan.  ROK.   O jæja fundurinn fór því fram í gegnum síma en voðalega hefði ég verið til að fá að sofa bara pínu lítið lengur.  Uppgötvaði enn og aftur fötlun mína í dægurmálum unga fólksins er upp komst að ég hafði aldrei horft á Næturvaktina og vissi ekki hverjir leika í henni.  Keyrðum aftur upp á Hvanneyri í enn meira ROKI.  Ohh hvað mér er illa við þetta helv. ROK

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð frænka

já það hefði nú verið betra að halla sér bara á koddanum hehh alltaf sama stuðið þegar þið frænkurnar eru á ferðalagi annars bara rétt að skilja eftir spor hafðu það gott

bestu kveðjur Sólrún ormarnir biðja að heilsa

Sólrún frænka (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 01:24

2 identicon

Já það er eitthvað annað, lognið hér í henni Oslo....hér bærist vart hár á höfði og ég segi norsurum að hætta að væla þó að komi 5 metrar á sek. Var einmitt að segja þeirri sem var á vakt með mér í nótt að aðfararnótt mánudagsins síðasta hafi veðurhamurinn farið upp í 50 metra á sek á gamla landinu. Það getur maður kallað blástur!!! Ekki þekki ég þessa næturvaktarleikara...en hef þá afsökun að ég horfi ekki á íslenskt sjónvarp...þó maður geti víst horft á þetta á YouTube.

Hafðu það annars bara gott 

Frænkan í Norge (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband