Ein um boltann svona upp á gamla góða daga

Það er langt síðan ég hef skrifað um fótbolta.  Enda hef ég því miður lítinn tíma til að fylgjast með fótbolta nema svona á síðum veraldarvefsins.  Ég hef þó hugsað mér að horfa á fótbolta um jólin, og drekka bjór með.  Einhverra hluta vegna þá er þetta órjúfanleg heild sem á líklega rætur sínar að rekja til þeirra tíma er við Sissi og Valur örkuðum stundum niður á Old English pub eða hinn pöbbinn(sem ég man ekki hvað heitir) á Gamle Kongevej til að horfa á bolta og drekka bjór.  Óðinn slæddist oftast með en það var nú aðallega til að drekka bjór ekki til að horfa á boltann ef mig minnir rétt.  Já það var í þá gömlu góðu daga.  Þeir voru (og eru líklega enn) Púllarar (nema Óðinn sem er bara bjórsvelgur).  Einhverra hluta vegna þá horfi ég oftar á bolta með Púllurum en öðrum, enda oft auðvelt að finna til samúðar með þeim.  Undantekningin er Hákon bróðir sem er "dedicated" United maður.  Það er ekki eins auðvelt að finna til samúðar með þeim, enda tyggjóskrímslið og allt hans lið ættað þráðbeint frá Helvíti. 

Ástæðan fyrir þessari fótboltafærslu er annars vegar sú að mínir menn stóðu sig með miklum sóma þessa helgina og tróna bíspertir á toppnum.  Hins vegar er mig farið að langa að leggjast upp í sófa með bjór og horfa á bolta.  Húrra fyrir Arsenal !!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kasta á þig kveðju, alltaf gaman að lesa hugsanaganginn hjá þér. Við förum nú aldrei yfir um eða komum að handann, en við förum alltaf suður (til Rvk sem sé) þó að það sé nottlega í hávestur úr minni sveit  skrítin svona orðatiltæki. Bestu kveðjur úr Suðursveitinni

Þórey (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 11:06

2 identicon

heyr heyr fyrir þér og öðrum Arsenal mönnum, Kallinn minn er lika mjög sáttur eftir helgina.

Fanney frænka (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:16

3 identicon

Gunnfríður!!  Ertu á sterum?  Ertu búin að fara í hormónatékk? ...... er táfýla af sokkunum þínum?  Er algjörlega orðlaus!!!

Kolla (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 16:43

4 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Kolla mín, ég er ákaflega margþættur persónuleiki enda oft gott að geta svissað yfir þegar við á.  Þessi fótbolta-bjórdrykkjuhlið er reynda fremur ríkjandi hjá mér en hefur vegna anna ekki fengið að brjótast fram að ráði nú um nokkurt skeið.  Það stendur nú vonandi til bóta muhhhahahaha.

P.s ég þoli ekki táfýlusokka svo þetta er nú ekki syndróm á hæsta stigi en hef reynda oft fengið að heyra að ég hefði líklega betur fæðst sem karlmaður

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 18.12.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 399

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband