Vel vopnum búin

Ég fór í verslunarleiðangur í Borgarnes, nú skyldi sko reka út óværuna.  Leiðin lá fyrst í Bónus þar sem sítróna, hunang, chilli, hvítlaukur, kjúklingur og te var tínt í körfu.   Næst var það apotekið þar sem viský-röddin bað um verkjatöflur, hálstöflur, hóstasaft og nefúða, eða allan pakkann eins og afgreiðslukonan sagði.  Að lokum var Ríkið tæklað þar sem fleygur af viský ásamt einhverju smáræði öðru var sett í poka.  Nú verður þetta helvíti tæklað með öllum mögulegum ráðum.   Leið strax betur bara eftir að vera búin að kaupa inn vopnin.  Á nú fullbúið vopnabúr.  Nú mallar kjúklingasúpa a la Valur á hellunni og ég komin með hunangs og viský-blandað te í glas meðan ég bíð.

 

Yfir og út

General Gunnfríður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súpan góða hlýtur að reka úr þér óværuna.  Allavegana rann yfirleitt af manni chillisvitinn þegar maður var búinn að slurpa henni í sig á Lunetic Alle í den.

Óðinn (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:42

2 identicon

Erum ekki í hittingi og ekki að drekka fullt af rauðvíni og alls ekki að borða steik, eða þess þá heldur hugsa til þín.  Gunnfríður, fórum að ræða kindur og áttuðum okkur á því að þig vantaði, en það fundum við líka þegar við vorum að brasa matinn, að eitthvað vantaði í eldhúsið.  En svo þú vitir, skemmtum við okkur konunglega, en þú færð að vera með næst.

Knús frá kenndum systrum..

kolla og Rannveig (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 22:15

3 identicon

Heyrðu jæja .....það á aldeilis að gefa skít í vírusana. Hvernig er ferðaplan hjá þér?? Þarf að gefa þér lýsingu á hvernig er best að koma sér beinustu leið í Sólskinskrókinn...en það er bara að taka flugrútuna frá Gardermoen til Smestad...þarf bara að komast að hvaða buss-númer það er best að taka.

Hlakka til að sjá þig 

Sigga frænka (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 22:17

4 identicon

ja það er bara allur pakkin líst vel á þetta ráð hjá þér

hemmi (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 17:47

5 identicon

Ætla rétt að vona að þú liggir ekki ennþá í kvefpestinni..

kveðjur frá köb..

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband