Heitur sýrður rjómi .... nammi namm

Jæja jæja, líklega er komin tími á ýtarlegri færslu eftir nokkurra daga hlé.   Það er kannski best að byrja á því að svara nokkrum spurningum: 

Já Kolla ég fór og verslaði!!!!!! Löngunin til þess að vera sæmilega til fara varð verslunarfóbíunni yfirsterkari og með dyggilegri aðstoð Ingunnar sem vissi hvar átti að finna alla skapaða hluti tókst mér að kaupa það sem mig vantaði á mettíma.  Ég held að á einhverjum tímapunkti fái ég mér svona "personal shopper" en þangað til ég hef efni á því verð ég að ganga í verkið sjálf eins og hvert annað skítverk.  Þetta þýðir það hins vegar að nú þarf ég líklega ekkert að versla í nokkuð langan tíma og geymi líklega alla verslun þangað til að við Fanney förum til LONDON!!!!

Nú hvað flensuna varðar þá getið þið andað léttar, ég virðist vera að vinna þann slag.  Tel alllíklegt að umtalsverð reynsla mín í samskiptum við hrokafullan karlpening og aðra óværu, hafi komið þar að góðum notum. 

Nú annars þá var Noregsferðin góð eins og áður sagði.  Fullt af kúm, heimsóknum á ýmsa staði, góðum mat og víni.  Góði maturinn var þó ekki norskur en hin hefðbundni norski matur sem boðið var upp á var langt frá því að vera nokkuð góður.  Rommegröd og lefsur eða með öðrum orðum, heitur sýrður rjómi og flatbrauð með smjörlíki og kanilsykri.  Delish...... eða hvað.

Hreindýrakjötið var þó frábært. 

En þar sem andleysið hrjáir mig um þessar mundir og ég sé fram á að þessi færsla er að verða ein sú allra leiðinlegasta sem boðið hefur verið upp á hér í háa herrans tíð.  Því held ég að ég láti þessu lokið að sinni svo færslan varð ekki eins ýtarleg og áætlað var í upphafi.  Hugsanlega kemur andinn yfir mig einn af þessum dögum.

Þar til síðar

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband