Hin góða og glaða lund

Ég sé það núna hvað ég er búin að vera leiðinlegur bloggari síðastliðna daga og kannski vikur.  Upp úr mér vellur ekkert annað en tómt raus.  Ég óttast það mest að Óðinn hafi rétt fyrir sér og að ég sé að breytast í nöldrandi kellinguFrown.  Það er ákaflega slæmt, því mig minnir að ég hafi verið búin að semja við áðurnefndan Óðin um að gera mér þann greiða að slá mig af ef þetta kæmi einhvern tíman fyrir.  Ég verð því að taka mér tak og hætta þessu helv##%$# nöldri.  Með þessu áframhaldi verð ég gömul fyrir aldur fram og öll markmið, um að vera amk. jafn fersk og Tina Turner þegar ég næ sextugsaldrinum, falla um sjálft sig.  Spurning um að detta í það bara, og sjá hvað gerist í framhaldinu!!!!!!!!!!W00t

Að eiga góða og glaða lund
gulli tel ég betra.
Vertu alla ævistund
aðeins 19 vetra.
(Theodóra Thoroddsen )

Eigið nú gott og gleðilegt föstudagskvöld  GrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrin

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já frænka góð. Þegar pirringur og óánægja tekur mann taki er oftast gott að skoða sjálfan sig og athuga hvort það sem er að angra mann sé virkilega þess virði að láta angra sig og eyðileggja þar með annars ágætan dag eða daga. Ég nenni sjaldnast að láta hluti stressa mig .....ef ég næ ekki að gera það sem ég þarf að gera, þá er það bara svoleiðis....og ekkert við því að gera....ekkert stress getur komið mér að gagni í því að koma þeim hlutum af sem ég þarf að koma af.

Í annan stað, eins og hann Jón Baldvin segir...getur maður bara ekki látið  pirringinn sleppa og þá er bara ágætt að láta hann fá útrás á því eða þeim sem er að pirra mann....stundum verður maður bara að fá að gjósa í friði!!

Vorkveðjur frá Oslo  

Sigga frænka (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Mikið rétt kæra frænka, og í tilefni þess að vera búin að ná áttum á ný, með hjálp góðra manna, reif ég mig upp úr eymdinni, þreif íbúðina mína, þvoði þvott og fór svo og hljóp úr mér restina af fýlunni .  Það dugar vissulega oft að gjósa smávegis en stundum þarf að beita öðrum ráðum.  Sit nú nýsturtuð og glansandi, í hreinni íbúð, og líður eins og nýslegnum túskildingi. 

Tina er aftur komin í sjónmál

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:15

3 identicon

Bara að kvitta, ég hef nú alltaf gaman af því að lesa þetta svartsýnisraus í þér...... ;)

Guðlaug Ásta (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband