Svona til að summera upp ástandið þá...

.... er Bónus farin að auglýsa íslenskar landbúnaðarvörur
.... þurfum við að treysta á Yoko Ono til að útvega okkur gjaldeyri
.... eru Rússar nú orðnir besti vinur aðal
.... er Guðni hættur að rugla á opinberum vettvangi
.... hefur ekki heyrst múkk í Steingrími J. í nokkra daga

Ég held að það hljóti að vera farið að kólna ískyggilega hjá kölska gamla núna

og svo við höldum nú áfram þá....

.... eigum við seðlabankastjóra sem veit ekki hvenær honum er hollast að þegja
.... eigum við fjármálaráðherra sem kann ekki ensku
.... erum við búin að skuldsetja okkur út í hafsauga
.... þurfum við líklega að dusta rykið af gömlu togvíraklippunum sem reyndust svo vel á Tjallan hér í denn
.... er bönkunum nú stjórnað af fólkinu sem ekki gat haft eftirlit með þeim
.... verðum við líklega að treysta á það að sauðkindin haldi í okkur lífinu eins og í gamla daga

Annars sagði Geir brandara í fréttunum áðan, gott að hann heldur húmornum kallinn.  Ég get ekki sagt að ég öfundi hann af djobbinu akkúrat núna, sérstaklega með alla þessa snillinga í kringum sig.  Verð að vera ósammála Mæju frænku með Davíð, ég get ekki sagt að mér hafi liðið neitt betur eftir að hafa hlustað á hann hér um kvöldið. 
Svo í lokin þá er gott að summera upp þeim hlutum sem maður getur verið þakklátur fyrir akkúrat núna

að skulda ekkert nema námslán sem eru sko alveg 100% í verðlausum íslenskum krónum
að eiga tvær kindur sem sjá mér fyrir kjöti í vetur
að eiga tvö hross sem hægt er að grípa til í yfirvofandi bensínskorti
að hafa vera fædd og uppalin í sveit og kunna að lifa utan malbiks og án internets.
að hafa vinnu
að hafa ekki sett spariféð í verðbréfasjóði
og svo mætti lengi telja.

jamm það er sko alltaf hægt að finna eitthvað til að gleðjast yfir

Pollyana segir yfir og út


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjör snilld Gunnfríður! Verð að fá að vitna í þetta heimasíðunni minni! Þú ert bara frábær!

 Kær sveitakveðja, Vigdís. :)

Vigdís (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband