Stutt uppdate

Það er nokkuð síðan síðasta blogfærsla leit dagsins ljós enda bókstaflega búið að vera brjálað að gera á öllum vígstöðvum.

Það er nú farið að síga á seinnihlutann í hrossaræktaráfanganum enda er Skeifudagur á fimmtudaginn.  Við Brúnn tókum frumtamningarprófið í dag og verður að segjast að miðað við gengi síðustu tveggja vikna má svo sannarlega segja að við höfum toppað á réttum tíma og ekki laust við að við værum bara ánægð með okkur þegar við trítluðum út úr höllinni.  Við Rauður förum svo í knapamerkjaprófið á morgun.  Tókum létta töltæfingu í kvöld svona til að hreyfa Rauðsa svolítið.  Annars ætlum við Rauður að gerast sýningapar og sýna hindrunarstökk á Skeifudaginn ásamt tveim öðrum pörum, það verður eflaust stuð enda veit Rauður fátt meira spennandi en að fá að stökkva og ég er ekki frá því að mér finnist það bara svolítið gaman líka Smile.

Nú hvað annað?  Ég skrapp og skoðaði íbúð sem ég er með í sigtinu til að leigja.  Leist ágætlega á íbúðina fyrir utan þá staðreynd að hún er óþrifin og full af drasli en því ætti nú að vera hægt að kippa í liðin svo sennilega verð ég bara flutt upp í sveit áður en langt um líður.  Veiiiiiiiiiiiiiii

yfir og út í bili

GEH

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu ....býrðu ekki í sveit?

Sigga (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 21:43

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Ætli það teljist ekki vera þorp

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 19.4.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 399

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband