Stórsmellir

Ég ákvað að henda inn einni færslu svona áður en ég held heim á leið svo ég skellti "Ljótu Hálfvitunum" á "fóninn" til að ná upp örlítið líflegri stemningu efitir daglangar spögulasjónir um haplotýpur, leturstærðir, töflur, myndir og fleira spennandi.  Það var nefnilega þannig að í þeirri viðleytni minni til að gera eitthvað skemmtilegt, þ.e eitthvað annað en að vinna og sofa, þá fékk ég Konna bróðir og Þorbjörgu með mér í Ýdali síðasta laugadag á tónleika hjá Ljótu Hálfvitunum.  Skemmst er frá því að segja að Hálfvitarnir heilluðu mig gersamlega upp úr skónum, eins einkennilega eins og það nú hljómar, og ég fjárfesti í tónsmíðunum á staðnum.    Held bar að það hafi ekki verið svo slæm fjárfesting þegar allt kemur til alls.  L'iklega blundar einhver Íri í mér þar sem allt sem eitthvað mynnir á írska þjóðlagatónlist veldur því að ég fæ fiðring í tærnar og fyllist óstjórnlegri löngun til að syngja.  Því var það svo að í morgun fældi ég samviskusamlega up hvern einasta fugl sem á vegi mínum varð, þar sem ég söng ég hástöfum "Mamma þú djöflast í mér umtalsvert" og svo framvegis, alla leiðina Svertingsstaðir - Akureyri - á hjóli.  Sennilega gott að fáir eru á ferli svona í morgunsárið.  Spurning hvaða stórsmell ég á að velja fyrir heimleiðina.  Kannski eitthvað sígilt eins og t.d "Wiskey in the jar".  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband