Einmitt það já....

Og þá kom álagningarskráin.  Látum nú vera að hún sé látin liggja frami fyrir fólk að skoða, ef það á annað borð er mikið fyrir að hnýsast um hagi náungans.  En hver er hæstur á hinum og þessum stöðum tel ég varla stórfréttir.  Það hlýtur eitthvað ívið merkilegra og áhugaverðara að vera að gerast einhverstaðar.  Reyndar verður nú að viðurkennast að ég er haldin næstum sjúklegu áhugaleysi um annað fólk, þekki ekki til neinna fræga leikara eða kaupjöfra (þeir ku jú  vera "selebrití" Íslands).  Kannast reyndar við nokkra tónlistarmenn enda hef ég gaman af að hlusta á tónlist. 

Ég hef því ekki nokkurn einasta vott af áhuga á því að vita hver greiðir hvað í opinber gjöld.  Tel það vera meira fréttaefni í sjálfu sér, og mun áhugaverðari staðreynd, að fólk skuli standa í biðröðum til að fá að glugga í skrána.  Hvaða kikk skyldi maður nú fá út úr því???


mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal nú játa að mér finnst nú stundum áhugavert að vita hver greiðir ekki opinbergjöld. Sérstaklega þegar það er algjörlega í öfuguhlutfalli við eignir og aðra umsýslu..

 Hvað hafðir þú annars í tekjur??

Kveðja úr Bændahöllinni

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 411

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband