haust

Mig hrjáir bloggleti.  Líklega vegna þess að ég er svona heldur rislítil almennt þessa dagana. Náði mér í einhverja aðkenningu að kvefi með tilheyrandi slappleika.  Skrapp samt í smá berjamó seinnipartinn í gær og týndi smá, svona rétt út í skyrið.  Annars var nóg að gera um helgina.  Komum loksins í verk að ríða austur í dal og aftur heim daginn eftir.  Ágætis túr bara þó svo að veðrið hefði getað verið betra (það hefði líka getað verið verra)

Hafið þið annars tekið eftir því að það er að koma haust.  Allt orðið svo voðalega haustlegt, dimmt á kvöldin,  grasið farið að gulna svolítið, komin ber og þessi týpíski haustkeimur af veðrinu.  Enda er þetta allt að bresta á, kennsla, göngur o.s fr.  Mér hefur alltaf fundist haustið vera frábær árstíð. 

kveðja í bili

GEH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að vera fyrstur til að óska nýjum nautgriparáðunaut til hamingju með starfið.

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Bestu þakkir fyrir það Siggi minn, þú ert augljóslega orðin "inside man" sem fær fréttirnar fyrstur allra

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 14.8.2007 kl. 17:04

3 identicon

Þetta kallast innherjaupplýsingar og í sumum atvinnugreinum er refsivert a búa yfir þeim.

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 17:31

4 identicon

Ég ætla þá að vera númer tvö að óska þér til hamingju með þetta sem og þeim aðilum sem hingað til hafa verið að baksa við að rækta kýr.

Gústav (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband