Sunnudagsmorgun í Borgarfirðinum

Ég uppgötvaði í morgun að ég hefi eytt síðustu viku mestmegnis innandyra, svona fyrir utan þessar mínútur sem fara í að hlaupa á milli húsa og bíls og þar sem ég er nú ennþá tiltölulega spræk þá tekur sú ferð ekki svo ýkja langan tíma.  Nú þar sem ennþá var tiltölulega snemma morguns og klukkan ekki orðin átta, var ennþá sæmilega gott verður í Borgarfirðinum.  Það er nefnilega þannig að hér er helst að ná sæmilegu veðri snemma á morgnana eða seint á kvöldin.  Ég dreif mig því út í hjólatúr.  Það kom einnig á daginn að ég mátti ekki mikið seinni vera því nú er hreinlega farið að snjóa (þó ekki festi nú neinn snjó eins og er). 

Nú liggur hins vegar fyrir að byrja á verkefnum dagsins sem eru fjölmörg að vanda enda stefnt á göngur næstu helgi og því þarf að ljúka ýmsum verkum fyrir þann tíma.  Spurning um að hita sér kakó til að ná úr sér hrollinum því það var nú nokkuð svalt í morgun. 

Eigið nú góðan sunnudag

Yfir og út af Eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu blessuð og sæl.  Hér var bara góður sunnudagur, innanhúss  reyndar, Úti var rigningarhraglandi sem endaði í slyddu. Þessa stundina kl. um átta á mánudegi er svo komin sólarglenna og allur fjallahringurinn hvítur efst og grár niður í miðjar hlíðar, Hitastigið á mælinn hjá mér er -1.4°. og ég sem átti eftir að sækja mér meira af öllum þessum berjum sem vaxið hafa þetta árið. En hvað um það, nú er að arga sér í morgunsundið. Kveðja.aG

aG (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband