Áfram um ufrum og handanað

Sælt verið fólkið

Jú amma mín það er vissulega rétt hjá þér að hlutir fjúka vítt og breitt og biðst málfarsfasistinn afsökunar á þessum leiðu mistökum.  Það er gott einhverjir þarna úti hafa vit á að benda manni á svona hluti.  Hvað Ufrum/Uvrum/Ugrum varðar þá komst ég að þeirri niðurstöðu eftir nokkra umhugsun að líklega er ég að skálda þetta g þarna inn því og sennilega er útgáfan með f-inu réttasti kosturinn þar sem þetta ku vera mjög stytt útgáfa á því að fara yfir um.  Reyndar ættir þú Hermann, fæddur og uppalin á Svertingsstöðum að kannast við þetta þar sem afi segir aldrei annað en að fara ufrum og koma handanað og mér finnst nú líklegt að pabbi þinn noti þetta einnig talsvert.

Annars er lítið annað að frétta héðan nema helst rokfréttir þar sem þriðja óveðrið í þessari seríu gekk yfir i gær.  Þurfti m.a að ná í saltkjötstunnuna mína yfir í garðinn hjá Bjarna Guðmunds þegar ég kom heim í gær.  Þá féllu nokkur ljót orð um suðvesturhorn landsins

Jólatréð góða stendur hins vegar enn með fullum ljósum á hringtorginu og tel ég nú að full ástæða sé til að vekja athygli alþjóðlegra fréttastofa á þessu furðufyrirbæri.

Í dag er hins vegar þokkalegt veður og því er líklega best að nota tækifærið og bregða sér jólagjafaleiðangurinn ógurlega sem ég er búin að kvíða fyrir síðan í nóvember.  Illu er best aflokið og líklega verður það að teljast jafn merkilegt fyrirbæri og jólatréð ef ekki verða rauðar tölur á veðurskiltinu undir Hafnarfjalli

yfir og út af eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 412

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband