"Geisp"

Prófyfirseta er án efa eitt af heimsins leiðinlegustu störfum.  Eins og mér fannst nú ágætt að taka próf þá finnst mér jafn leiðinlegt að sitja yfir í prófi.  Maður hefur einhvernvegin ekkert við að vera.  Þögnin verður alveg sérdeilis þrúgandi og leiðinleg og hvert einasta smá hljóð verður að glymjandi hávaða.  Til dæmis hljóðið í lyklaborðinu hjá mér akkúrat núna hljómar eins og flugeldasýning meðan suðið úr flúorljósunum og tölvunni skapa einhverskonar glymjandi frumskógarstemningu. 

Annars er víst komin föstudagur - ja hérna hér, hvað þeir koma manni alltaf að óvörum þessir föstudagar, sem hafa einhverja hluta vegna breyst úr merki um komandi helgi, í áminningu um allt það sem ekki náðist að klára í vikunni. 

Annars náði ég merkum áfanga þessa vikuna.  Komst í Næturvaktina hjá Kollu á miðvikudagskvöldið og horfði þar á alla þættina í einum rykk, gat bara ekki hætt að horfa.  Hrein snilld þetta

Góða helgi

GEH

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessir blessuðu föstudagar.... mér finnst alltaf verið mánudagar og föstudagar. :o)

Hafðu það gott um helgina!
kv. Vigdís.

Vigdís (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband