Hrúturinn Hreinn

Eins og þið sjáið þá hefi ég breytt um útlit, fór í "make-over" ef maður má sletta aðeins.  Varð að breyta til á einhverjum vígstöðvum og þetta var fljótlegast.  Aðrar drastískari breytingar krefjast aðeins meiri íhugunar.  Svo nú er ég að íhuga, alveg á milljón.   Skellti mér meira að segja í slökunar og íhugunarbað áðan, sem var svo funheitt að man sundlaði þegar staðið var upp.  Fékk nokkrar brilljant hugmyndir þó.

Annars virðast áætlanir um fleiri utanlandsferðir þetta árið að ganga eftir, enda er ég handhafi glænýs vegabréfs sem skartar einni af þessum líkhúsmyndum eða fangamyndum.  Fer til Noregs eftir viku,  vinnuferð að vísu en ætla að lita við hjá Siggu í Osló á heimleiðinni.  Við Fanney erum á fullu að plana Londonferðina okkar í lok apríl og misstum okkur aðeins í on-line shopping á leikhúsmiðum í gær.  Það verður hrein skemmtiferð.  Nú svo datt okkur Elsu í hug, yfir glasi af hvítvíni, að það væri nú alveg tilvalið að við skelltum okkur saman til útlanda, svo að ef ég þekki okkur rétt þá látum við það verða að veruleika.  Grin

Svo grand plön eru komin af stað, það er nefnilega svo margt sem maður á eftir að gera eins og ég nefndi einhvern tíman við einhvern.  Svarið sem ég fékk var reyndar að það væri svo margt sem maður ætti aldrei eftir að gera.  Svoleiðis nenni ég ekki að hlusta á, enga neikvæða strauma takk!!!!!  Heldur hefst maður handa við að láta draumana rætast ekki satt???  Svo stóð það líka í stjörnuspánni minni í dag.

LjónLjón: Það er fólk að hitta, staður til að fara á og hlutir til að kaupa. Einbeittu þér að fólkinu og stöðunum svo öll kaup virðist óþörf.

Annars er ég að hugsa um að fara að skella poppinu yfir enda styttist í Forbrydelsen.  Það má nú segja ýmislegt um Dani en þeir kunna svo sannarlega að búa til sjónvarpsþætti.   Tvímælalaust eitt það besta sem RÚV býður upp á um þessar mundir.  Deilir toppsætinu með Hrútnum Hreini eða Shaun the sheep eins og hann nefnist á frummálinu.

Þar til síðar

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En fyndið! Ég bíð alla vikuna eftir Forbrydelsen og svo veit ég ekkert dásamlegra en Hrútinn Hrein, hló mig máttlausa í gærkvöldi! En ætli ég verði ekki að skipta yfir á stöð 2 núna.... má ekki missa af JGB!! :o)

Hafðu það gott! VG

Vigdís (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 20:33

2 identicon

Blessuð frænka

bara rétt að skilja eftir spor fyrir komunni hafðu það nú gott og góða skemmtun í Norge

kv Sólrún frænka

Sólrún frænka (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband