Fastir liðir eins og venjulega

Rigning  Þetta er veðrið á Hvanneyri í dag, sem og aðra daga ársins.  Það hlýtur að vera frábært fyrir veðurstofuna að geta gengið að þessu vísu.  Sparar sjálfsagt talsverðan pening við gerð veðurspkorts dag hvern. 
Bara hægt að setja þetta merki á "auto" á vefsíðunni og ekkert vandamál. 
Ég er líka að hugsa um að selja Peugeot-inn því eini öruggi ferðamátinn hér um slóðir er líklega með fljótabát.  Þetta er ekki eðlilegur andskoti og ég sé fram á að til þess að halda geðheilsunni þá verður annað af tvennu að gerast. 

1. Veðurfarið í Borgarfirði þarf að batna

2.  Ég þarf að flytja

Annar kosturinn er líklega algerlega óraunhæfur svo ég þarf að fara að upphugsa hvernig ég skvera það að fá LbhÍ og BÍ til að færa sig um set.  Einhverja vinnu verð ég nú að hafa Cool

Yfir og út frá Fenjasvæðinu Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líttu á björtu hliðarnar... Það þarf ekki að vökva meðan svona viðrar - það rignir mun meira í Skaftafellssýslum - það þarf ekki að skafa rúður meðan svona er - það eru til þurrbúningar - hér líður þér vel - kennslan gengur vel hjá þér - öll vötn renna til sjávar (þó seint verði) OG stundaskráin virðist ætla að ganga upp hjá okkur næstu 3 vikurnar

Hvað er eiginlega að - hvernig dettur þér í hug að flytja???

e (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:33

2 identicon

Já það rignir kannski mikið í Skaftafellssýslum, en það er ekki nærri því eins mikill staðvindur og á Hvanneyri.... Sem þýðir að að meðaltali er betra veður hérna undir Vatnajökli.. Sá sem skrifaði fyrri færslu ætti nú að fara kynna sér veðurfar í öðrum landshlutum..

Þórey (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:13

3 identicon

Og svona btw Gunnfríður af því að ég var að lesa bloggfærslu þína um skýrsluhaldið í nautgriparæktinni þá gat ég ekki annað en hlegið. Það er nefninlega líka sauðfjárrækt á bænum Víðavangi   það er margt skrítið í henni veröld..

Þórey (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband