Enn af klappstýrum

Þetta var einn af þessum dögum þar sem valið virtist standa á milli þess að hágrenja eða bresta í tryllingslegan hlátur.  Valdi hvorugan kostinn en greip þess í stað til skætings og hótfyndni sem notuð var jöfnum höndum.  Með öðrum orðum; ég var feikn leiðinleg í dag.  Hefði helst ekki átt að hafa samskipti við annað fólk.  En það varð víst ekki umflúið eða öllu heldur, ég varð víst ekki umflúin.

Ég vil líka þakka Þorbjörgu fyrir veittan stuðning.  Hún virðist vera sú eina sem hefur trú á mér í klappstýruhlutverkinu.  Góð hugmynd hjá henni með búninginn.  Auglýsi hér með eftir klappstýrubúningi fyrir lítinn pening, helst grænum.  Stærð small.  Má vera notaður, en ekki þó í öðrum tilgangi en til klappstjórnunar á kappleikjum.

adjö

GEH

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég frétti núna rétt áðan að við hérna ráðunautar í norð-austri værum erfiðir.. En allt er nú vel meint:) verð í bændahöll á morgun...

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:13

2 identicon

Hér mun vera til SKÆRgulur STUTTUR kjóll alsettur steinum og kögri í gulu/rauðu/appelsínugulu

Eitthvað er líka til af aukakögri sem gott væri í armbönd (er ekki alltaf svoleiðis á klappstýrum?)

Stærð 12 ára ca

Þú mátt prófa, svitalyktin fylgir frítt

e (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband