Gleðilegt sumar

Koma heim og heita því að leggja aldrei upp á ný, segir í kvæðinu.  En það er nú reyndar ekki als kostar rétt þó ég sé vissulega komin heim þá hef ég nú þegar heitið því að leggja fljótlega upp á ný.  Er endurnærð eftir Londonfrí þar sem farið var í leikhús, góður matur borðaður og góður bjór drukkin.  Veglegar sumargjafir keyptar handa sjálfri mér Cool og við Fanney náðum meira að segja að sólbrenna ógurlega.  Annar sumarglaðningur beið þó þegar heim var komið þar sem hún Litla-Jörp hafði náð að láta slasa sig svo þar bíður líklega veglegur reikningur frá dýralækni Frown.  Hún var þó svo ósköp þæg og góð meðan á meðferð stóð og viðkomandi dýralæknir stakk hana út eins og nálapúða klippti og spreyjaði með dyggir aðstoð Þorbjargar sem hafði séð sitt ráð óvænna og kallað á lækninn í fjarveru minni enda merin nánast þrífætt og það veit sá sem allt veit að þrífætt hross eru ekki til stórræðanna.  Svo nú er Litla-Jörp komin í sjúkrahvíld sem verður notuð til að troða í hana heyi og fóðurbæti svo hún fái smá kjöt á beinin og verði full af orku þegar fóturinn verður orðin klár.

yfir og út

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim vinkona.  Leitt að heyra með hana litlu-jörp, að hún skuli vera lasinn.  Reyndar er hann Dofri minn líka lasinn og fékk ferð til læknisins, en ætli sjúkratryggingarnar okkar borgi ekki læknismeðferðina hans svona að mestu.  Munurinn á jörp og dofra er líklega að hann er alveg lystarlaus, á meðan þrífætlingurinn gúffar í sig allskyns góðgæti.

kolla (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 15:42

2 identicon

hæhæ leitt að heyra með litlu jörp, vonandi nær hún sér fljótt. Öfunda þig ekkert að hafa verið í london haha ;)

kveðjur að heiman ;)

Guðlaug Sigríður (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:39

3 identicon

Hvert á að fara næst??.... Alltaf gamana að skreppa eitthvað....við Ingunn stefnum á helgarferð (eða virka daga) til einhverrar borgar í sumar en hvenær er annað mál. Sjáum til ....Tökum þetta á sparkinu bara eins og þeir segja hér.

Hér togast á vor og sumar..... kólnaði örlítið eftir frábæra viku í lok April og í skrifuðum orðum er sólin að troða sér fram úr skýjunum ...vona hún verði bara þó spáð sé rigningu um helgina....Annars átti þetta ekki að verða neinn veðurfréttatími svo ég segi bara góða helgi !!!

Sigga frænka (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband