Júró-hvað???

Jæja

Nú fer að styttast í þessu fæðingarorlofi mínu sem hefur nú reyndar einkennst að því að ég hef lítinn frið haft fyrir vinnunni.  Sauðburðurinn fer nú líka að styttast í annan endann og lítur út fyrir að hann ætli ekki að dragast eins langt fram á sumarið eins og í fyrra.  Reyndar sér nú kynbótahrúturinn hans Hákonar til þess að einhverjar eftirlegukindur vera að mjalta þessu úr sér eitthvað fram í júní.  Sá kynbóta hrútur heitir því ágæta nafni Happur og er augljóslega mikill happafengur þar sem eitthvað heldur nú illa við honum blessuðum.  Það vill nú einnig svo skemmtilega til að þessi happahrútur á alsystur sem heitir Lukka og mér sýnist líta út fyrir það að hún ætli sé ekki að bera í ár frekar hún gerði í fyrra enda ekkert vit fyrir ungar og sprækar ær að standa í að dandalast með lömb í eftirdragi. 

Annars sit ég nú og horfi á endursýningu á Eurovisoin síðan á fimmtudagskvöldið því ekki hafði ég tíma til að horfa á herlegheitin þá.  Og svei mér þá ef Júróbandið fer ekki bara langt með að eiga flottasta Eurovision framlag okkar ef frá er talin Páll Óskar í hvíta sófanum hér um árið.  Reyndar tekur nú Gleðibankagengið titilinn "flottustu búningarnir".  Nú er hins vegar einhver ágætur símamaður frá Litháen að þenja sig í á skjánum og sá ágæti maður, held ég bara ætti að halda sig hjá símanum í Litháen.  Það er því best að fara út og líta á sauðkindurnar

kv

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband