Haustkvöld

Það er pottþétt komið haust, úti er kolniðamyrkur.  Og hvað gerir maður sér svo til dundurs á Hvanneyri á síðsumarskvöldi.  Jú maður vinnur.  Það er  algerlega útilokað að nokkur maður geti lifað meira spennandi líf en ég geri.  Enda bý ég á Hvanneyri, nafla alheimsins þar sem engin dagur er frábrugðin öðrum.  Náði að segja heil 5 eða 6 orð við aðra manneskju í dag.  Sú manneskja var Keli sem var einmitt að sækja kýrnar þegar við Skjóna komum úr reiðtúr.  Hann var líka einasta manneskjan sem ég sá í návígi í dag.  Það var einskær heppni og tilviljun, held ég. 

Til þess að varna því að varirnar grói saman eða að ég gleymi hvernig á að hreyfa þær til að mynda hljóð, þá spjalla ég við hryssurnar mínar.  Litla Jörp er orðin svo vön þessu að hún hlýðir röddinni minni jafn vel og taumunum.  Skjóna er ekki alveg búin að fatta þetta eins vel, enda hef ég talað við hana í mun styttri tíma.  Þetta er þó fljót að læra blessunin og á eftir að finna út úr þessu. 

En nú er klukkan orðin miðnætti og því hef ég um tvennt að velja:

A: Fara að sofa

B: Bíða eftir handboltaleiknum

En í öllu falli þá ætla ég að slökkva á tölvunni

 GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú einhverfa barn!  Hvernig væri að kíkja í geðlægðardalinn í borginni og ath hvort raddböndin virka.  Verð búin að kaupa koníakið

Kolla (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 399

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband