Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Eitt og annað

Jæja, það fer að líða að því að þessum mánuði ljúki og þá einnig að ég verði formlega einu árinu eldri.   Þetta gerist víst einu sinni á ári og þetta árið verður afmælisdeginum eytt í Svíþjóð af öllum stöðum.  Hér er annars mest lítið markvert að gerast, sólin komin aftur eftir nokkra daga fjarveru.   Ég flutt á nýju skrifstofuna mína sem ég deili með Elsu.  Er á annarri hæð í Nýja skóla og er ég reikna þetta rétt út er ég nákvæmlega í herberginu sem ég bjó í þegar ég var í bændadeild.  Alltaf skal maður á einhverjum tímapunkti lenda aftur á sama stað.

Annars er búið að umbylta öllu hérna svo gamlir heimavistarbúar eiga sjálfsagt erfitt með að koma sér heim og saman hérna (veit að það á ekki að nota þetta orðatiltæki svona en fannst það bara við hæfi).  Hér eru komnir miklir glerveggir og glerhurðir alstaðar og það má mikið vera ef á ekki á einhverjum tímapunkti eftir að ganga á einhverja af þessum hurðum eða veggjum.  Hef einnig punktað það hjá mér að taka ekki að mér þrif í þessu húsnæði.  Það er hér með algerlega ljóst að arkitektar standa ekki mikið í þrifum, því þá hefði þeim ekki dottið í hug að setja svona mikið gler alstaðar.

Annars urðu nokkuð merkileg tímamót í gærkveldi er við Elsa skelltum okkur í bíó.  Fórum á hina epísku stórmynd Mamma Mía.  Það var vissulega upplifun en kannski ekki sú sem maður bjóst við.  Hlógum okkur máttlausar á köflum en það var nú stutt í kjánahrollinn á bakvið þann hlátur.  Sérstaklega þegar Bondinn fyrrverandi hóf upp raust sína, sem ekki einu sinni undratækni nútímans gat lappað upp á.  Og þegar maður hélt að þetta gæti bara ekki orðið mikið kjánalegra þá byrjaði Birdget Jones leikarinn (sem ég man ekki hvað heitir) að syngja (ekki mikið sem betur fer).  Það er ljóst að þessum mönnum er margt betur gefið en sönglistin (eru t.d huggulegir menn báðir tveir).  Veit ekki alveg hvort þessi mynd er gerð í góðum húmor eða hvort þetta átti raunverulega að vera alvöru dans og söngvamynd.  Ég kaus að veðja á húmorinn og horfði á hana sem slíka.  Meril Streep er nú líka í ansi góðu formi verandi kona á hennar aldri Tounge

En nóg í bili.  Líklega lítið bloggað fyrr en eftir Svíþjóðarferð svo adjö þangað til

GEH


Á rigningarkvöldi

Jamm, sumarið er svo sannarlega ekki tími bloggsins.  En nú sit ég inni í hlýjunni meðan úti er grámyglulegt rigningarkvöld og er þá ekki tilvalið að henda inn nokkrum línum. 

Er ekki mikið fyrir íslenska knattspyrnu og fylgist ekki með neinu er henni viðkemur en gat þó ekki annað en rekið augun í að Skagamenn eru búnir að reka þjálfarann sinn og ráða hvorki meira né minna en tvo heila í staðin.  Ég velti því fyrir mér hvort þeir verði aldrei leiðir á hvorum öðrum þessir ágætu tvíburar og hvort að þeir geti bara alls ekki gert neitt upp á eigin spýtur? 

Ég held að þetta hljóti að flokkast undir að vera einhverskonar andlegt síamssyndróm og ofan á allt saman þá ku það vera þannig að þeir hafa ekki alveg öll tilskilin réttindi til þjálfunar en svo heppilega vill til að aðstoðarmaðurinn hefur þau.  Sem leiðir að þeirri spurningu af hverju var þá ekki bara sá maður látin sjá um þetta.  Er ekkert sem heitir löggilt starfsheiti þjálfara? 

Annars má mér víst standa á sama, og er eiginlega bara alveg sama Tounge

GEH


innkaup

Það er einkennilegur andskoti að maturinn skuli alltaf klárast úr ískápnum.  Alveg sama hvað maður kaupir mikið inn.  Það mætti halda að maður gerði lítið annað en að éta.

Svo nú verður það ekki umflúið að fara í hina geysivinsælu verslun, Bónus.  Þarf að fara í Borgarnes í dag til að láta klippa lubban.  Maður reynir að nota ferðirnar til hins ýtrasta, enda bensínið ekki gefins eins og þið hafi sjálfsagt tekið eftir.

Yfir og út úr sumarblíðuni á Eyrinni

GEH


Kíkið á hann Elmar

Langaði bara að benda ykkur sem þekkið hann Elmar Þór að þið getið hlustað á upptökur af honum á blogsíðuni hans sem þið komist inn á hér að neða.  Frábær framistaða hjá stráknum

Veður

Samkvæmt www.vedur.is eru 8 m/sek á Hvanneyri í dag.  ÞAÐ er helvítis lygi !!!!

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 398

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband