Sveita "stúlkunar" draumur

Þetta var nokkuð massív vika, mánudag til fimmtudag stóð Búnaðarþing yfir og í gær föstudag var nautgriparæktarfundur í Þingborg.  Þegar ég skreið inn úr dyrunum heima hjá mér klukkan hálf átta í gærkveldi leið mér eins og ég hefði verið á stöðugu ferðalagi síðan á mánudagsmorgun og að sá mánudagsmorgun hefði að minnsta kosti verið fyrir hálfum mánuði síðar.  Að sjálfsögðu hjálpaði veðurfarið ekki til við öll þessi ferðalög og það skal segjast alveg eins og er að þær Litla-Jörp og Bleik hafa verið nokkuð afskiptar, af minni hálfu, þessa viku.  En þær virtust nú vera sæmilega hressar með að þegar ég leit til þeirra í gærkveldi.  En nú er friðurinn úti og stefnt á reiðtúr í dag, það er meira að segja sæmilegt veður, aldrei þessu vant. 

Nú veit ég að ákveðin vinkona mín hérna á staðnum hugsar sitt því ég er enn og aftur að hallmæla veðrinu á Hvanneyri Wink.  Verð samt að gera það reglulega bara til að fá útrás fyrir þessar frústarasjónir. 

Ég fékk hræðilega martröð í nótt, mig dreymdi að það væri há-sauðburður en ég hafði, sökum vinnu, ekki nokkurn einasta tíma til að komast í fjárhúsin Crying sama hvað ég reyndi.  Er öll þessi vinna farin að leggjast á sálina á mér??????????  Maður spyr sig.  Ég er því nú þegar farin að hugsa fyrir sauðburði, enda algerlega nauðsynlegt fyrir geðheilsuna að ná honum. 

Set af því tilefni hér myndir af einu af björgunarafrekum fyrri sauðburða.  Litla þrílembingnum henni Spertu sem eitthvað hafði orðið undir í lífsbaráttunni í móðurkviði. 

22-Sperta nýfædd og líflítil Nýfædd og frekar líflítil   

 23-búið að vefja hana inn Komin á hitapokann, undir ofninn.

24-Er að vakna til lífsins Heldur er nú upplitið að batna

26-gólfið er sleipt  Fyrstu skrefin í heiminum geta verið erfið

27-Komin á fót  En þetta lærist þó fljótt

28-Búiðað venja undir Og svo var ekki verra að fá nýja mömmu og STÓRA bróður

Yfir og út úr sauðburðarhugleiðingum á eyrinni

Sveitavargurinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sveitavargurinn þinn.  Fann nánast lyktina úr fjárhúsunum í þessari færslu.  Farðu nú að þvo af þér sveitailminn og koma í borg mammons, óla og villa og hvað þeir nú heita allir. 

kolla (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:27

2 identicon

Var féið hvítt - að er að dreyma fyrir snjó

e (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:41

3 identicon

Tad er naumast, vinnan buin ad troda ser inn i draumana!! :)

Gusta fraenka i London (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 440

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband