Ó já!!

Jæja góðir hálsar!  Í tilefni af tímabundnu fésbókarfríi mínu hef ég ákveðið að dusta rykið af bloggsíðunni minni.  Blogg er líka svo miklu menningarlegra og innihaldsríkara, ekki satt?  Raunveruleg ástæða er líklega sú að ég er fullkomlega ófær um að viðhalda langtímaáhuga á einhverjum einstökum hlut, manneskju eða áhugamáli (ef frá er talin hestamennska) og því er, í mínu heimi, ætíð góð hugmynd að taka sér frí, frá hinu og þessu, annað slagið. 

Það væri þó algerlega  ábyrgðarlaust af minni hálfu að skilja netheiminn eftir fullkomlega í lausu lofti og algerlega án minna greinargóðu lýsinga af daglegu lífi á Hvanneyri því maður hefur jú skyldum að gegna gagnvart umheiminum.  Ekki satt?

Maður getur líka sagt svo miklu miklu meira með ítarlegum bloggfærslum.  Hugsið ykkur bara hvað ég á miklu betri möguleika á að úthúða Hvanneyrarstað og öllu sem honum tilheyrir á dramatískan hátt með ítarlegum lýsingum.  Ég er bara strax farin að hlakka til Devil.

Annars er ég í "sumarfríi" núna.  Það sumarfrí lýsir sér þannig að ég sit heima og leitast við að þrælast áfram í doktorsverkefninu  mínu (sem virðist á góðri leið með að verða eilífðarverkefni) milli þess sem ég sinni hrossum.  Talsverður tími fer einnig í að reyna að leiða hjá mér vinnutengd (þá meina ég BÍ-vinnutengt efni) sem berst til mín á formi tölvupósts.  Hingað til hef ég sennilega náð einum degi af sjö þar sem ég get með góðri samvisku sagt að ég hafi ekki unni neitt tengt Bændasamtökum Íslands.  Það getur víst ekki einu sinni með góðum vilja, talist góður árangur og því hlít ég að þurfa að endurskoða fyrri yfirlýsingar um staðfestu, ákveðni og einbeittan vilja en hingað til hef ég víst talið að ég búi, að minnsta kosti yfir dágóðum skammti af áðurtöldum kostum (já ég segi kostum) en mögulega verð ég að viðurkenna ofmat, að minnsta kosti að einhverju leiti.

Annars hef ég það svo sem fínt.  Komin með góðan play-lista í tölvuna til að stytta mér stundir og mótivera mig við verkefnavinnuna.  Akkúrat núna hljómar klassíkerinn "Fade to Black" til að inspirera mig við skrif þessa ódauðlega meistaraverks er þið nú berjið augum enda er ég í frábærum húmor, Arsenal nýbúið að vinna Porto 5-0.  Ég endurtek FIMM - NÚLL!!!!!! og mín bíða einnig geysilega spennandi útreikningar á virkri stofnstærð.  Hver hefur ekki gaman að því!  Áður en ég helli mér í það mál verð ég hins vegar að brjóta fésbókarbindindið í smá stund til að pósta þessu bloggi enda ekkert gaman að skrifa eitthvað nema maður sé viss um að einhver lesi það sem maður skrifar.

Því segi ég yfir og út í bili

Gunnfríður, doktorsnemi með meiru þessa dagana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta líkar mér Gunnfríður Gangi þér vel með útreikningana

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 07:14

2 identicon

Þú ert þarna þá??...jibbýýý..jeyyy...... hvernær verður þú veðurteppt í bænum næst?

Kolla (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 09:17

3 identicon

Still alive !! Gott að sjá þaðþaG

GH (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 11:12

4 identicon

Komdu aftur á Facebook! Hún er ekki söm án Gunnfríðar frá Svertingstöðum!!

Jón Gunnar Benjamínsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband