Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Dagurinn sem ekki er til

Í dag er víst 29. febrúar, dagurinn sem er ekki til.  Í dag er ég heldur ekki í vinnu hjá LbhÍ, því samningurinn minn ku víst hafa runnið út í gær og nýr tekur gildi á morgun.  Enda algerlega heimskulegt að vinna á degi sem ekki er til.  En ég gerði það nú samt.

Kveðja af eyrinni

GEH


Hádegisblogg

Ég held að í mér hljóti að renna einhverjir nokkrir dropar af suðrænu blóði.  A.m.k. er ég ákaflega hrifin af öllu matarkyns sem ættað er af suðlægari slóðum.  Kús kús er í sérstaklegu uppáhaldi hjá mér í öllum mögulegum og ómögulegum útgáfum.  Það er hægt að gera ymislegt sniðugt með kús kús skal ég segja ykkur. 

Annars er Ljónið komið heim og er við sæmilegustu heilsu skildist mér.  Hitt þetta skiptið á ágætan bifvélavirkja.  Fyrir þá sem ekki vita, þá eru ágætir bifvélavirkjar þeir bifvélavirkjar sem ekki eru með stöðugar heimsendaspár (varðandi sjálfrennireiðina), sem ekki tala við mann eins og maður sé fífl heldur svara þeim spurningum sem maður spyr, skýrt og skilmerkilega. 

Það er vissulega gott að vera búin að finna einn slíkan.  Sem betur fer veit ég líka um ágætan smurmann sem er óþreytandi að skoða hitt og þetta fyrir mig og talar aldrei við mig eins og ég sé fífl, þrátt fyrir að ég hafi nú oft á tíðum gefið honum ástæðu til þess að álykta svo.

(Eftirfarandi samtal átti sér stað í raunveruleikanum, not my finest moment I have to say).

Bifreiðaeigandi:  Góðan daginn
Smurmaður:  Góðan daginn
Bifreiðaeigandi:  Ekki má ég biðja þig að kíkja aðeins á númersljósið hjá mér.
Smurmaður:  Alveg sjálfsagt, hvað er að númersljósinu ?
Bifreiðaeigandi:  Tja það logar ekki og ég get ekki fundið út hvernig á að skipta um peru.  Reyndar finn ég bara alls ekki peruna
Smurmaður:  Við skulum líta á þetta, settu í gang og kveiktu ljósin
Bifreiðaeigandi: (fer og kveikir ljósin)
Smurmaður:  Við skulum nú sjá (þreyfar fyrir sér hjá hinu ætlaða númersljósi)
Bifreiðaeigandi:  Finnurðu eitthvað þarna ?
Smurmaður:  Hmmm (fer íbyggin á svip og nær sér í tvist)
Smurmaður:  Þetta er nú svolítið skítugt hérna, (bregður tvist á hið ætlaða númersljós og viti menn í ljós kemur ljós, sem logar líka svona skært og fínt)
Smurmaður:  Það væri kannski bara gott fyrir þig að þrífa þetta aðeins oftar!!!
Bifreiðaeigandi:Blush

Yfir og út úr hádegishléi á eyrinni

GEH


Þarfasti þjóninn

Er að hugsa um að byrja þennan þriðjudagsmorgun á smá bloggi.  Morguninn er reyndar löngu byrjaður, en hvað um það.  Þarf að fara með Ljónið í smá viðgerð í dag.  Það var reyndar löngu vitað. Eitthvað jafnvægisstanga-skdkrif sem þurfti að skipta um (eða amk. einhvern hluta af þeim, hvort heldur sem nú er).  Ætli ég láti ekki kíkja á hann eitthvað frekar enda er ég búin að keyra hann hvorki meira né minna en 51.000 km síðan ég keypti hann fyrir tveim árum síðan.  Tvímælalaust hlutur sem ég á bágt með að lifa án.  Hinn nútíma þarfasti þjónn. 

Ljónið mitt hefur því dugað nokkuð vel, þrátt fyrir að vera hvorki stærsti, traustbyggðasti né flottasti, bíll í heimi.  Hann er hins vegar mjög sparneytin bíll og það er tvímælalaust hans langbesti kostur því fátt finnst mér verra en að kaupa lítrann af bensíni fyrir amk. hundraðþrjátíuogeitthvað krónur, af fyrirtækjum sem vitað er að svindla á okkur sem mest þau mega, til þess eins að brenna því og losa gróðurhúsalofttegundir.  Þetta hlýtur að vera eitt stærsta ripp-off sögunar.  Og við stöndum í röð til að láta plata okkur upp úr skónum, aftur og aftur og aftur og aftur.  Það er þá skömminni skárra að borga bifvélavirkjum fyrir að lappa upp á sjálfrennireiðina þegar þarf, þó ég vildi nú heldur eyða þessum peningum í mig - en það má þó segja að ég sé að því, beint eða óbeint, þar sem ég get bara alls ekki án Ljónsins verið eins og fram hefur komið.  

Í þetta skiptið ætla ég með hann niður á Akranes.  Fór síðast með hann upp í sveit, var búin að segja þeim hvað það væri sem þyrfti að skipta um og fávísu konunni henni mér datt því í hug að búið væri undirbúa komu Ljónsins þegar hann var loksins kallaður á svæðið.  Það reyndist hinn mesti misskilningur. 


Bifvélavirki:  Hann verður tilbúin eftir svona 10 daga til hálfan mánuð. 
Bifreiðaeigandi:  Það gengur ekki ég get ekki verið bíllaus í hálfan mánuð
Bifvélavirki:  Ég þurfti að panta í hann varahluti því skrube sklris lekur og skjrois firlsidfd er ónýtt
Bifreiðaeigandi:  Það er ábyggilega búið að leka í langan tíma svo nokkrir dagar í viðbót skipta varla miklu máli, 
Bifvélavirki:  Það er nú ekki gott að keyra á honum svona
Bifreiðaeigandi: (með ákveðnum tón) Ég þarf að hafa bílinn og kem og sæki hann núna á eftir.

Sem og ég gerði.


Því verður núna farið með Ljónið á verkstæði sem á varahluti í Peugeot á lager
Þetta er reyndar bara ein af mörgum raunasögum bíleiganda á Hvanneyri því ég gæti sagt margar sögur af smurstöðvum sem neita að leyfa manni að panta tíma, heldur segja komdu bara núna (það er ákaflega frústrerandi þegar maður svo kemur eftir að hafa keyrt niður í Borgarnes og sér að á meðan hafa komið 3 bílar sem eru á undan manni).
Annars þarf ég ekki að örvænta vegna farskjótaleysis því Litla-Jörp og Bleik eru mættar á svæði og ég veit ekki betur en að Íslendingar hafi í margar aldir notast eingöngu við þá tegund af þarfasta þjóninum við ferðalög milli staða.

Yfir og út 

GEH

p.s  Verið nú duglega að kvitta til að gleðja mig í bílleysinu


Vorfiðringur

Tra la la.  Ég vaknaði snemma í morgun, spratt upp eins og fjöður.  Augljóst merki þess að daginn er farið að lengja.  Fyrsti vorfiðringurinn farin að segja til sín.  Ég hef nefnilega innbyggða vekjaraklukku sem bregst við dagsbirtu svo, Sigga mín, það er ekki bara í Osló sem vormerkin eru farin að láta á sér kræla.  Þau eru kannski ekki alveg jafn glögg hérnamegin en engu að síður,  Hip hip Húrra!!!!!!!!
Nú bíð ég í ofvæni eftir fréttum af fyrstu farfuglunum.  Ég veit vel að það gerir mig að heimsins mesta nörd en svona er það nú samt.  Fann þessa líka frábæru síðu í fyrra þar sem hægt er að fylgjast með komu farfuglana.  http://www.hi.is/~yannk/migrants.htm
Í fyrra var það Tjaldurinn sem kom fyrstur.



Þegar fuglarnir fara að láta sjá sig er það einhverskonar staðfesting á því að nú sé farið að styttast í vorið, sem þýðir að það styttist í hlýrra veður og SÓL!!!!!!!!! Amk. Norðanlands Cool

Kveðja af Eyrinni

GEH


Hin góða og glaða lund

Ég sé það núna hvað ég er búin að vera leiðinlegur bloggari síðastliðna daga og kannski vikur.  Upp úr mér vellur ekkert annað en tómt raus.  Ég óttast það mest að Óðinn hafi rétt fyrir sér og að ég sé að breytast í nöldrandi kellinguFrown.  Það er ákaflega slæmt, því mig minnir að ég hafi verið búin að semja við áðurnefndan Óðin um að gera mér þann greiða að slá mig af ef þetta kæmi einhvern tíman fyrir.  Ég verð því að taka mér tak og hætta þessu helv##%$# nöldri.  Með þessu áframhaldi verð ég gömul fyrir aldur fram og öll markmið, um að vera amk. jafn fersk og Tina Turner þegar ég næ sextugsaldrinum, falla um sjálft sig.  Spurning um að detta í það bara, og sjá hvað gerist í framhaldinu!!!!!!!!!!W00t

Að eiga góða og glaða lund
gulli tel ég betra.
Vertu alla ævistund
aðeins 19 vetra.
(Theodóra Thoroddsen )

Eigið nú gott og gleðilegt föstudagskvöld  GrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrin

GEH


Urð og grjót. Upp í mót.

Jæja jæja þá er þessi vinnuvika að renna sitt skeið.  Það var ansi uppgefin og pirruð kona sem skreið hér inn um dyrnar í gær um hálf sex leytið.  Ég náði þó að elda mér smá kvöldmat og innbyrða hann áður en ég lognaðist útaf fyrir framan sjónvarpið.  Ég ætla hins vegar að halda pirringnum fyrir mig í þetta skiptið, leyfa honum bara að fjara út svona hægt og bítandi.  Draga andann djúpt og telja upp að tíu.  "Take the high road" eins og sagt er á útlenskunni. 

Í dag sit ég heima.  Hef komist að það er eini staðurinn þar sem ég fæ einhvern frið til að vinna í verkefninu mínu.  Hugsanlega léttir það lundina eitthvað og friðar samviskuna sem nagar mig æ fastar eftir því sem dagarnir líða. 

Fann gömlu skólaljóðin mín um daginn.  Ótrúlegt hvað maður man ennþá af þessum ljóðum sem maður lærði fyrir um 20 árum síðan (já það eru orðin 20 ár síðan ég sat í ljóðatímum hjá Emilíu í gamla Húsmæðraskólanum á Laugalandi).  

Einhverra hluta vegna er Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson ofarlega í huga.  A.m.k fyrstu 6-7 línurnar.

Yfir og út af eyrinni 

GEH 


Fastir liðir eins og venjulega

Rigning  Þetta er veðrið á Hvanneyri í dag, sem og aðra daga ársins.  Það hlýtur að vera frábært fyrir veðurstofuna að geta gengið að þessu vísu.  Sparar sjálfsagt talsverðan pening við gerð veðurspkorts dag hvern. 
Bara hægt að setja þetta merki á "auto" á vefsíðunni og ekkert vandamál. 
Ég er líka að hugsa um að selja Peugeot-inn því eini öruggi ferðamátinn hér um slóðir er líklega með fljótabát.  Þetta er ekki eðlilegur andskoti og ég sé fram á að til þess að halda geðheilsunni þá verður annað af tvennu að gerast. 

1. Veðurfarið í Borgarfirði þarf að batna

2.  Ég þarf að flytja

Annar kosturinn er líklega algerlega óraunhæfur svo ég þarf að fara að upphugsa hvernig ég skvera það að fá LbhÍ og BÍ til að færa sig um set.  Einhverja vinnu verð ég nú að hafa Cool

Yfir og út frá Fenjasvæðinu Hvanneyri


Vítin eru til að varast þau

Sælt veri fólkið. 

Eftir mjög svo langan, strangan og ruglingslegan dag fékk ég eftirfarandi bréf frá ágætri konu hérna á Hvanneyri, sem líklega hefur amk. átt jafn ruglingslegan dag ef ekki verri.  Póstinum fylgdu þau skilaboð að ég skyldi endilega stefna að því að ná mér í yngri mann.  Reyndar er maður nú ekki á stefnuskránni en vissulega alltaf gott að hafa svona varnaðarorð bakvið eyrað.  Ég skelli þessu hér inn fyrir ykkur sem ekki hafa séð þetta áður.  Þið hin sleppið bara að lesa. 

Þegar konur eldast. Grein eftir Jón Jónsson

Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína – hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.

Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að
elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í “Heiðursmannagrillinu” í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.

Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að
gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.

Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast – lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.Kveðja,
Jón Jónsson

Athugasemd ritstjóra:

Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.

Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að
gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu


Home sweet home

Jæja, hvað gerir svo kornung einhleyp kona á laugardagskvöldi.  Jú, mikið rétt, hún situr undir sæng og bloggar.  Það einasta sem ég get sagt mér til afsökunar er það að ég er heima á Svertingsstöðum, búin að framkvæma, á einum degi, meira líkamlegt erfiði en öll samanlögð áreynsla síðasta mánaðar OG ég er stútfull af mat sem mamma hefur samviskusamlega keppst við að bera á borð fyrir mig.  Síðan ég koma á fimmtudagskvöld hefur verið tekin sprengidagur, þorrablót, bolludagur og ekta sunnudagssteik í eldhúsinu á Svertingsstöðum því mamma veit, sem er, að allar líkur eru á að ég sinni engum þessara merkisdaga, sem skyldi, þegar þá ber að garði.  Hörður vill að ég komi endilega sem oftast heim Smile

Annars var ljúft að komast norður.  Að venju gat maður slökkt á rúðuþurrkunum norðanmegin Holtavörðuheiðar.  Stoppað einhversstaðar á leiðinni til að teygja úr sér og eitt augnablik finnst manni að eitthvað sé ekki alveg eins og það á að vera.  Svo hugsar maður sig um eitt andartak og áttar sig.  Það er ekkert ROK.  Maður andar léttar, slappar af í öxlunum, dregur andann djúpt og heimurinn er einhvernvegin allur miklu bjartari (enda ekki rigning sem byrgir manni sýn)

 


Hér kemur áríðandi tilkynning!!!!!

Svo öllu sé haldið til haga þá HAFNAég því alfarið að ég sé að breytast í "grumpy" kellingu og vísa ÖLLUMfullyrðingum um slíkt þráðbeint aftur til heimahúsanna Whistling

Annars sit ég hér þriðja kvöldið í röð og strita við að leita uppi kýr sem ekki eru til og finna stað fyrir kýr sem detta niður úr skýjunum.  Mér til  mikillar skelfingar, fann ég einnig sveitarfélagið Víðavang.  Þar er amk einn bær. 

Þetta var svona smá skýrsluhaldshúmor sem væntanlega enginn skilur, en mér sjálfri finnst rosalega fyndinn Cool

VÁÁÁ!!!!, hvað ég er orðin leiðinlega gift vinnunni minni Frown.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband