Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

ROK

ROK er orð dagsins.  Vaknaði fyrir allar aldir í morgun eða nánar tiltekið rúmlega 5.  Tilefnið var að ég átti að vera mætt í flug til Akureyrar kl 7:15.  Keyrði suður ásamt Magnúsi.  Það var að sjálfsögðu skítaveður, með öðrum orðum sagt, ROK.  Hitti Grímsa frænda á flugvellinum og hann tilkynnti okkur að við gætum algerlega gleymt þeirri hugmynd að ætla að fljúga norður.  Ástæðan.  ROK.   O jæja fundurinn fór því fram í gegnum síma en voðalega hefði ég verið til að fá að sofa bara pínu lítið lengur.  Uppgötvaði enn og aftur fötlun mína í dægurmálum unga fólksins er upp komst að ég hafði aldrei horft á Næturvaktina og vissi ekki hverjir leika í henni.  Keyrðum aftur upp á Hvanneyri í enn meira ROKI.  Ohh hvað mér er illa við þetta helv. ROK

Ummmm...

 .....hvað við Elsa drukkum gott rauðvín í gærkveldi.  Mæli sko með því en það heitir Carmen Cabernet Sauvignon Reserve og er frá Chile.  Kenndi síðasta tíman í bændadeildinni í dag, held ég eigi eftir að sakna þess að hitta þau tvisvar í viku þrátt fyrir kommentið um aldur minn hérna um daginn. 

Annað var það ekki í bili

kveðja af eyrinni
GEH


Nostalgía

Datt í eitthvert nostalgíukast í kvöld.  Fór að skoða myndir frá námsárum mínum erlendis.  Þá var nú margt brallað, verst að ég virðist vera búin að tína einhverju af myndum eða amk setja þær einhversstaðar þar sem ég finn þær ekki.  Þar á meðal eru myndir frá Nyvej og myndir úr Moskvuförinni góðu.  Æ hvað maður var þá duglegur að gera skemmtilega hluti.  Set hérna eina mynd frá Brussel en þangað fórum við á 29 ára afmælinu mínu

brussel3  Eins og sjá má vorum við á heimslóðum frönsku kartöflunnar sem ætti því að heita belgíska kartaflan.  Þarna vorum við einnig á heimaslóðum frábærs bjórs og þó það sjáist ekki þá sit ég hér með flösku af eðalbjórnum Leffe fyrir framan mig. 

geh2  SKÁL!!!!!!


feitasta þjóð í heimi

Heyrði í útvarpinu í dag að við Íslendingar værum feitastir allra Norðurlandaþjóða.  Til hamingju með það, Ísland.  Erum ávalt mest í öllu

Annars er ég um þessar mundir að kanna nýja heima á skoli.is, mér sýnist að þar sé margt sniðugt hægt að gera.  Verst að ég skildi ekki uppgötva þetta fyrr því nú er önnin búin og mér sýnist að að ég sé komin í klípu svona á lokasprettinum, það hlaut að koma að því að ég þyrfti nauðsynlega að vera á tveim stöðum í einu.

Gaman að sjá gamla skólafélaga rekast hérna inn.  Því miður leyfir bloggið hennar Vigdísar ekki að ég skrifi þar línu svo ég set kveðju til hennar hér í von að hún sjái hana.  Þessi nútímatækni er til margra hluta nytsamleg

kveðja af eyrinni

GEH


Jólin eru kominn.....

.... á Hvanneyrargötu 4.  Tók með mér jólaskrautið að norðan og henti því upp þegar ég kom uppeftir.  Fann glögglega fyrir því að þetta hús var byggt fyrir tíma jólasería í gluggum þar sem aðeins er ein innstunga í svefnherberginu og er sú innstunga staðsett hérumbil eins langt frá glugga og mögulegt er.  Verð að fá mér rosa-langa framlengingarsnúru, þá fyrst get ég tendrað í svefnherberginu líka.

Reyndar munaði minnstu að ég kæmist ekki suður í kvöld.  Þegar vélin mín var lent var tilkynnt um að frekara flugi væri frestað um óákveðin tíma þar sem of hvasst væri að verða í kringum Reykjavíkurflugvöll.  Það var líka býsna róstusamt ferðalag í vélinni síðasta spottann, líklega ekki fyrir viðkvæmar sálir.  Svo var skítaveður á leiðinni upp á Hvanneyri og litlu eftir að við Þorbjörg renndum í hlað var varað við óveðri undir Hafnarfjalli.

En alla leið komumst við með allt okkar hafurtask.  Því er komin tími á að slaka á

kveðja af Eyrinni

GEH


Hann á afmæli í dag........

Dagurinn í dag markar upphaf jólaundirbúnings í mínum huga.  Í dag á hann Hákon bróðir (a.k.a Konsúllinn) afmæli, er 27 ára í dag.  Til hamingju með það kæri bróðir.  Þegar ég var lítil (yngri) var afmælið hans Hákonar glöggt merki þess að jólin væru á næsta leiti.  Það hefur ekkert breyst.  Sumir hlutir breytast sem betur fer aldrei sama hvað maður verður gamall.  Ekki það að ég sé gömul.  Var reyndar spurð, af nemanda mínum, um daginn hvort ég væri fertug.  Hann er komin á svartan lista.  

En svo við snúum okkur aftur að jólunum þá er líklega best að fara að taka upp jólaskrautið og fjárfesta í eins og einni eða tveimur seríum.  Skelli þessu upp eftir helgi. 

Spurning um að fara að draga upp smákökuuppskriftirnar og jólalögin, a.m.k um mánaðarmótin.

Kveðja

GEH


Myndin

Langar að sýna ykkur mynd sem hún amma mín sendi mér.  Mér skilst að ég sé lík dökkhærðu konunni á myndinni.  Vildi bera það undir ykkur

gunnfr


Jónas og amma

Ó já það er sko komin tími á nýtt blogg.  Verst að það er úr mér allur vindur.  Það liggur eitthvað í loftinu núna.  Einhver spenningur í fólki.  Ég mátti hafa mig alla við að kennslan í morgun leystist ekki upp í tóma vitleysu.  Það stóð nú tæpt á stundum.  Varð hálfpartinn að kaupa mér frið með hrútaskránni.  Þær bókmenntir eru til margra hluta nýtilegar Wink

Annars ku vera 200 ár, í dag, síðan Jónas fæddist.  Hann er sagður eiga afmæli í dag.  Ég vil því ítreka spurningu mína um það hvort látið fólki geti átt afmæli.  Ég var búin að gleyma að Jónas og amma áttu sama afmælisdag.  En hún amma mín sem dó í gærkveldi hefði orðið 83 ára í dag.  Hún var því nákvæm á þessu hún amma, 83 ár og ekki degi lengur

Kveðja af eyrinni frá örþreyttum, ráðunaut, kennara og námsmanni sem er búin að opna bjór í tilefni þess að það er komin föstudagur og því örlítil pása framundan

GEH


Vissu þið að........

...... taska Björns Bjarnasonar er komin í hendur eigandan sína úti í Brussel.  Það er þungu fargi af mér létt

Þráavarnarefni????

Erum við ekki að tala um andoxunarefni hérna.  Eða eigum við öll sem eitt að stútfylla okkur af rotvarnarefnum???
mbl.is Sætindaát stuðlar að hrukkumyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband