Dagur tvö

Kæri Jóli ! 

Eða var það ekki svoleiðis?  Alla veganna er dagur tvö í fésbókarhléi á enda runnin og ég hefi ekki þjáðst af teljandi fráhvarfseinkennum.  Ég er því sennilega ekki haldin faceorexíu sem ku vera alvarlegur sjúkdómur af sama kaliberi og tanorexía, en tanorexía virðist vera nýjasti tískusjúkdómurinn sem tröllríður samfélaginu um þessar mundir. 

Af því tilefni  er því best að taka fram að ég er ekki heldur haldin Tanorexíu enda þýðir lítið fyrir mig að leggjast í ljósaböð þar sem ég hefi fengið, í vöggugjöf, húð fyrir rauðhærða og get varla hugsað um sólböð án þess að skaðbrenna.  Sólarvörn er standard útbúnaður fyrir mig, og í þeim orðum skrifuðum, hef ég komið auga á einu björtu hliðina við að búa á Hvanneyri.  Sem sagt gífurlegur sparnaður í kaupum á sólarvörn. Cool

En nóg um það.   Þessi dagur leið eins og aðrir dagar.  Hápunktur dagsins var tvímælalaust koma póstsins, en pósturinn kemur ávalt hér milli tíu og hálf ellefu.  Í dag kom bæklingur frá Húsasmiðjunni og auglýsing um Bingó!  Það vantar sko ekki stuðið í Borgarfjörðinn, skal ég segja ykkur.  Ó nei ó nei!! Þessi bingóauglýsing gerði mig svo spennta að ég átti í erfiðleikum með að einbeita mér í smá stund á eftir, en ég er nú eldri en tvævetur og beitti sjálfa mig stífum aga þannig að ég náði að klára útreikningana á virkri stofnstærð sem ég talaði um í gær.  Var ég því ákaflega glöð með afrakstur dagsins enda fátt sem  kemur manni í betra skap en að fletta upp í Quantitative genetics eftir Falkoner og Mackay.    

Reyndar afrekaði ég líka sundferð með Þorbjörgu og svo fengu hrossin auðvitað sinn skerf en það gekk allt stórtíðindalaust og óþarfi að ræða það nánar að svo stöddu.  Í ljósi þessarar æsispennandi færslu minnar sé ég að líklega verð ég að fara að bregða mér í höfuðstaðinn og verða veðurteppt hjá Kollu.  Kannski er bingó í Háaleitinu!

Góða nótt

Gunnfríður (sem er örþreytt eftir spennuþrungin dag)

P.S.  Af gefnu tilefni er vert að taka fram að ég get póstað færslurnar beint á fésið án þess að raunverulega fara á fésið svo ég þarf ekki einu sinni að svindla á bindindinu Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur !

Fanney frænka (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:27

2 identicon

Hvernig í fjandanum á ég nú að koma rótarlegum athugasemdum mínum ótt og títt til þín???

OG ég tel útséð með þátttöku í föstudagssamkvæminu, allt bendir því til að þú sért laus allra mála - endanleg ákvörðun tilkynnt (væntanlega þá símleiðis nema við hittumst fyrir tilviljun) í fyrramálið.

OG (í öður veldi) takk fyrir að sofa með síman við hliðina á þér - GVA reyndist sæmilega vakandi á þurftatíma

e (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 11:59

3 identicon

Skemmtilegt að segja frá því að ég ákvað, í ljósi óbærilegs leiða, að kíkja á feisbúkk sem ég hafði -við veginn (e. btw) ekki gert í einhverja mánuði- og sá þá að þú hafðir endurvakið blogg þitt. Sérlega ánægjulegt þar sem mér hefur þótt frekar einmannalegt í bloggheimum upp á síðkastið enda allir alltaf á feisbúkk.

Svo bara verð ég að segja að síðasta hluta athugasemdar e hér að ofan má með góðum vilja túlka nokkuð dónalega --- ,,GVA reyndist sæmilega vakandi á þurftatíma" 

Mæja (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 17:03

4 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Ég held að það sé best að Edda útskýri þessa setningu.  Ég treysti mér engan vegin til þess þó að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 11.3.2010 kl. 17:33

5 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

velkomin í bloggheima ... þar sem ég fletti reglulega uppí þeim félögum falconer&mackey og sá að þú nefndir virka stofnstærð má ég endilega koma því á framfæri að jafn sú sem gefin er upp á bls 67 hjá þeim er orðin úrelt, allavega sagði John Wooliams mér það í janúar og bað um okkar hjálpa við að benda fólki á það. (gengur samt ekki betur en svo að ég þarf að nota þessa úreltu jöfnu í öðrum áfanga, þar sem kennarinn tekur ekkert mark á John Wooliams).

veit vel að þetta er reglulega leiðinleg athugasemd hjá mér

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 13.3.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband