16.3.2010 | 00:25
Vor
Á einu augabragði er komin 15. mars og það er ekki laust við að maður sé farin að trúa því að vorið sé handan við hornið. A.m.k. þá brast hér á með talsverðir blíðu um helgina og var hún að sjálfsögðu notuð til útreiða og annarskonar útivistar. Gleði mín yfir komu vorsins er þó að venju nokkuð læviblandin enda ekki tóm hamingja sem fylgir hækkandi sól og hlýnandi veðurfari. Háreystin í krakkaskrílnum sem göslaðist úti í vorinu og fréttir um nývaknaðar geitungadrottningar sem gerðu sig heimakomnar í rúmum grunlausra húsmæðra á höfuðborgarsvæðinu minntu mann óneytanlega á það að með vorinu vakna skordýr til lífsins og útivistartími barna lengist. Hvort tveggja fremur ógnvekjandi í augum einstaklings sem haldin er krónískri skordýra og barnafælni.
Annars ber hér, að venju, heldur fátt til tíðinda. Þó er vert að greina frá því að farið var í menningarferð til höfuðborgarinnar með það að markmiði að heimsækja kvikmyndahús. Einhvers staðar í höfðinu lifir óljós minning um þá daga þegar maður skrapp í bíó, rétt si svona, þegar manni datt í hug en það var nú í þá gömlu góðu daga þegar maður bjó innan við 50 km frá næsta kvikmyndahúsi.
Slegnar voru nokkrar flugur í einu höggi og farið út að borða í leiðinni svo þetta varð sannkölluð menningarferð. Avatar reyndist einnig vera ferðarinnar virði a.m.k. fyrir Sci-Fi nörda eins og mig þó svo að ég hafi nú ekki orðið svo djúpt snortin af plánetunni Pandoru og íbúum hennar að ég sjái ástæðu til að leggjast í þunglyndi yfir gráum hversdagsleikanum eða mála mig bláa og endursviðsetja ævintýrið, líkt og ku vera gert úti í hinum stóra heimi.
Í þessum orðum skrifuðum er klukkan hins vegar farin að ganga eitt og því tímabært að skríða í bælið
Segi því yfir og út að sinni
GEH
P.S. Í ljósi þrálátra ásakana um brot á fésbókarbindindi tel ég rétt að lýsa yfir sakleysi mínu á þeim verknaði. Þetta er allt saman haugalygi hjá Hákoni bróður J
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm.. Geitungar eru óneitanlega leiðinleg kvikindi - svo það er út af fyrir sig ágætt að ekki skuli vera ætlast til að þeirra sé neytt enda óneytanlegir. Líka var óneitanlega gaman að sjá frá þér línu. Kv. aG
aG (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.