26.8.2010 | 19:14
Af stóra kaffimálinu...........
Ég get byrjað á því að gleðja ykkur með því að nú er hægt að ganga nokkuð öruggum og þurrum fótum til og frá vinnu. ÉG er því úr mestu lífshættunni í bili og get haldið ótrauð áfram að bægslast um Nautastöðina og helsta nágrenni. Það ætti líka farið að vera nokkuð óhætt fyrir vinnufélaga mína að láta sjá sig á svæðinu. Ég er nefnilega orðin hundleið á að tala við sjálfa mig og drepa flugurnar sem eru minn eini félagsskapur á skrifstofunni þessa dagana.
Í leiðindum mínum, seinnipart dagsins, datt mér í hug að þetta væri kjörinn tími til að framkvæma hið mjög svo þarfa verk að laga til í inboxinu í tölvupóstinum mínum. Það kom nú þó ekki eingöngu til af einskærum metnaði og dugnaði af minni hálfur heldur datt mér í hug að sífellt frost og hrun póstforritsins gæti mögulega stafað af þeim þúsundum (já þarna á raunverulega að standa þúsundum) tölvupósta, af öllum stærðum og gerðum, sem þar var að finna. Bretti ég því upp ermar, smellti nokkrum góðum smellum á play-lista á Youtube og hófst handa. Verkefnið reyndist í fyrstu nákvæmlega jafn ömurlega leiðinlegt og mig hafði grunað en ég lét ekki deigan síga og söng hástöfum með Eminem of fleiri snjöllum tónlistarmönnum meðan ég plægði í gegnum misjafnlega merkilegar póstsendingar og furðaði mig með sjálfri mér á því hvers vegna í ósköpunum ég hafði séð ástæðu til að geyma dramatískar orðsendingar eins og osturinn er komin eða viljið þið passa að læsa útidyrunum ef þið eru síðasti maður út.
Í kringum 18 febrúar 2010 dró þó til tíðinda í pósthólfinu enda rakst ég þar á pósta sem skrifaðir höfðu verið í kringum stóra kaffimálið sem upp kom í Hvannahúsinu.
Stóra kaffimálið olli einmitt nokkur uppþoti á sínum tíma enda um grafalvarlegt mál að ræða. Áður en lengra er haldið er rétt að upplýsa lesendur um það að ég er ákaflega kaffiþyrst kona og þarfnast nokkuð stöðugs framboðs af kaffi til að komast í gegnum normal vinnudag.. Einhverjir myndu jafnvel vilja halda því fram að kaffi, eða öllu heldur, skortur á kaffi, kæmi niður á minni, annars dagfarsprúðu persónu þó ég vilji kannski ekki alveg taka svo djúpt í árinni. Það er líka vert að minna, á þessu stigi málsins, á þá óskráðu reglu sem gildir í sameiginlegum kaffistofum og gerir ráð fyrir að sá eða sú sem klárar kaffið úr könnunni, hellir að sjálfsögðu upp á meira.
Nokkur misbrestur virtist vera á því að menn virtu þessa reglu á sameiginlegri kaffistofu í Hvannahúsinu og varð ég eðlilega vör við það þar sem ég fór allnokkrar ferðir á dag til að fylla á bollann minn. Óneytanlega lágu nokkrir undir grun um en aldrei gat ég þó staðið nokkurn mann að verki fyrr en að dag nokkurn dró til tíðinda og varð það kveikjan að eftirfarandi tölvupósti sem ég sendi á starfsmenn hússins
Að gefnu tilefni tel ég nauðsynlegt að árétta það að kaffið hellir ekki upp á sig sjálft. Kaffikönnurnar eru ekki þeim töframætti búnar búnar að í þeim birtist kaffi fyrir einskæra galdra. Það er því fullkomlega óskiljanlegt í alla staði að fullorðið fólk geti ekki sýnt þá lámarks tillitsemi að hella upp á kaffi ef þeim verður á að klára úr könnunni. Síðast í gær horfði ég upp á veltilhafðan miðaldra karlmann klára kaffið og laumast svo flóttalegur út kaffistofunni í þeirri von að enginn hefði tekið eftir. Undrun mín var slík að ég hafði ekki einu sinni rænu á að skammast yfir því, þau mistök mun ég hins vegar ekki gera aftur.
Þetta er ekki mjög flókið. Meira að segja konur geta hellt upp á kaffi svo að veltilhafðir heldri menn hljóta nú að ráða við þetta enda er kaffikannan ekki mjög hættulegt fyrirbæri.
Mér þætti því vænt um að sá sem klárar kaffið ANDSKOTIST TIL AÐ HELLA UPP Á HELVÍTIS KÖNNUNA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Af einhverjum ástæðum olli þessi póstur nokkrum titringi og ekki laust við að ég yrði vör við að menn tækju stóran sveig ef þeir urðu fyrir því að mæta mér á ganginum og einn maður sá ástæðu til að tilkynna mér, einn morguninn, með hálfgerðum hræðslutón í röddinni að það væri sko til nóg nýlagað kaffi uppi.
Allt þetta rifjaðist nú upp um leið og ég pældi í gegnum þrifin á pósthólfinu. Jafnframt komu í ljós nokkrir svarpóstar sem t.d. innihéldu leiðbeiningar um hvernig bjarga ætti sér úr vandræðum á kaffistofunni eins og t.d. þessi
Vil benda á eina leið:
1. hlustið vel
2. kíkið niður á bílaplan
3. hlustið aftur
4. hellið í snatri í bollann (með loki)
5. hlustið enginn að koma (samt hætta á að mæta Gunnfríði á ganginum)
6. út á svalir og niður (brunastigann)
Ekki skrítið að sagt sé, að kaffi sé hættulegt
Einnig bárust vísur:
Gamminn lætur Gunnfríður
geisa um sali víða.
Tiplar um og tröllríður
húsum út af miðaldra kalli
Nú er ég flutt úr Hvannahúsinu og, í dag, læddist óneytanlega að mér sá grunur að mögulega hefði húsfélag Hvannahússins gert samning við Bændasamtökin um að koma mér á brott úr húsinu.
Á Nautastöðinni er líka sjálfvirk kaffivél....... Tilviljun??????
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og núna er súkkulaði með kaffinu því USS var að koma frá útlöndum. Annars ættum við kannski að leigja út annað skrifborðið okkar því okkur tekst leiðinlega mikið að vera á skjön þessar vikurnar
B (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.