Að punktera

Æi greyin mín hættið nú að svæla svona endalaust alstaðar.  Ég skal vera fyrst manna til þess að viðurkenna það að ég er haldin gríðarlegum fordómum gagnvart reykingarmönnum.  Alveg síðasta sort að mínu mati og af þeim stafa tóm vandræði og sóðaskapur.   Tillitsleysi og sjálfseyðilegging eru einnig orð sem koma upp í hugan.  Ekki dettur mér þó i hug að banna fólki að reykja, það á að hafa vit á því sjálft.  Haldið þessu annars bara fyrir ykkur og í guðsbænum hættið að henda þessum helv#$#$ stubbum út um allar koppagrundir. 

Sem minnir mig á annað, svona fyrst ég er farin að nöldra á annað borð.  Hér um slóðir virðist vera mikil stemning fyrir því að brjóta flöskur hvar sem er og hvenær sem er, bæði innanbæjar og utan.  Ég er eiginlega undrandi á því að ekki skuli löngu vera punkterað hjá mér bæði á hjóli og bíl.  Nú verð ég eiginlega að enda þennan smápistil hjá mér á því að segja "ja þessi ungdómur nú til dags" Cool

Hvernig stendur annars á því að Púkinn kannast ekki við orðið "punkterað" sem er mynd af sögninni "að punktera".  Einkennilegt! 


mbl.is Eldur á klettasyllu í Hestagjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ungdómurinn, já..

Það var og er mikil plága á mörgum stöðum, t.d. í Dimmuborgum í Mývatnssvaeit hvernig ferðafólk gengur um. Mest áberandi var nú að bleyjum var hent utan gönguleiða í Dimmuborgum og efast ég nú um að þar hafi unglingar verið á ferð.

Það er svo löngu úrelt að kenna ungdómnum um svona hluti ...   nema þú sért á níræðisaldri

Böðvar (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:54

2 identicon

Að sjálfsögðu ertu velkomin til Oslo .......

Sigrún (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 08:23

3 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

He he já þessi ungdómur.  Sjálf tel ég mig nú tilheyra þessum margumtalaða ungdómi þó ég fari nú kannski að færast í eldri deildina af honum.  Ég vona að ég verði hins vegar ávalt tiltölulega ung í anda.  Þessi setning átti bara eitthvað svo vel við í enda þessa nöldurspistils

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 26.7.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband