og enn um Dani

Mér verður tíðrætt um Dani hérna, ég var nefnilega að lesa að Danir hafa beðið Íra afsökunar á ránum og gripdeildum á víkingaöld.  Hvaða hel#$&%$ aumingjaskapur er nú það, alveg týpískt fyrir Dani.  Þeir hafa sjálfsagt diskuterað þetta grundigt, sett nefnd í málið og komist að þeirri niðurstöðu að þetta lægi mjög á sálinni hjá Írum.  Ég hef nú reyndar alltaf haft þá tilfinningu að Írar séu mjög til muna hressari og glaðlegri en Danir. 

Ég man annars ekki til að hafa heyrt af því að þeir hafi beðið Íslendinga afsökunar á því að hafa stolið öllu steini léttara hér í gengnum aldirnar, svo forljótir danski kóngar gætu farið í stríð og lifað í vellystingum praktuglega, á meðan landinn drapst úr eymd og hor.  Þeim væri nær að biðjast afsökunar á því.  Ég lýsi hér með eftir afsökunarbeiðni, frá Dönum, til handa íslensku þjóðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Írar rúla !!! Eina landið sem ég hef komið til og tollvörður neitað að taka við passanum mínum er Írland!! Ástæðan fyrir að hann neitaði að skoða passann minn var að hann sá á framhliðinni að ég var íslensk og sagði:  Ahhh a VIKING...you didn't need to show a passport to Ireland in old day's ...and you don't need it now either. Welcome to Ireland!!! Og allir sem við hittum voru glaðir og hjálpsamir ...enda írar verið á toppnum síðustu ár yfir hamingjusömustu þjóðir heims!!!

Sigga frænka (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband