Hopsa......

.... eitthvað hef ég nú verið löt í blogginu þessa síðustu dag því varla getur þetta aumkunarverða uppandlits-blogg mitt talist vera merkilegt.  Ég tel mig þó hafa afsakanir á reiðum höndum líkt og vera ber nú og ef þær duga ekki þá verð ég líklega bara að reyna að bæta mig eitthvað.  Það helsta sem gerst hefur síðustu vikurnar er að ég tók mitt hafurtask saman og flutti mig um set til baka í íbúðina mína á Hvanneyri.  Enda ekki seinna vænna þar sem kennsla var hafin hjá Lbhí og mín beið glænýr bekkur af nemendum. 

Nú þar sem jafnan er skammt stórra högga á milli þá skellti ég mér í bekkjarhitting í Suðursveitina til Þóreyjar síðastliðna helgi í samfylgd Óðins og Karinar auk þess sem Gústav og Ásbjörn Óli slógust í hópinn.  Var það hin ágætasti túr í alla staði en það skal viðurkennast að ég var pínu þreytt þegar ég kom heim í kotið klukkan hálf tíu á sunnudagskvöldið eftir langa og stranga keyrslu.

Nú það helsta sem á döfunni er á næstunni er að nú um mánaðarmótin byrja ég í nýju starfi hjá BÍ auk þess sem ég held áfram í gamla starfinu sem doktorsnemi og stundakennari við Lbhí.  Svo styttist náttúrulega í göngur og réttir.  Alltaf nóg að gera og alltaf eitthvað spennandi að gerast

Læt ég þar með lokið uppfærslu á nýjustu atburðum en það er aldrei að vita nema mér detti í huga að setja eitthvað gullvægt hér inn ef sá gállinn er á mér. 

Að lokum vil ég benda á að komnar eru nokkrar nýjar myndir úr fjölskyldugrillinu í sumar

yfir og út í bili

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Bara að þakka þér fyrir innlitið á mína síðu í gær, Gunnfríður Elín. Fróðlegt að vita af þér á Hvanneyri. Þá jörð keypti hann Björn langafi þinn Bjarnarson frá Vatnshorni í Skorradal á sínum tíma, nýbakaður búfræðingur frá Noregi, af því honum fannst hún kjörin til að setja þar niður bændaskóla sem og varð. Sjálfur flutti hann þá suður í Mosfellssveit og var þar uns yfir lauk. Reyndar verð ég að játa að ég kann ekki til hlítar söguna af þessum afskiptum afa míns af Hvanneyrarmálum, en þú ert altént að vissu marki þarna á ættarslóðum.

En Borgarfjörðurinn -- Mýrar meðtaldar -- eru sérlega sjarmerandi landsvæði.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 31.8.2007 kl. 10:15

2 identicon

Hvernig væri að þú segðir okkur aðeins meira frá nýja starfinu hjá BÍ ...

Jónína (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 582

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband