2.9.2007 | 17:45
Á alþjóðlegum nótum
Ég rak rétt í þessu augun í sjónvarpið þar sem konukind ein stritaði við að útbúa ítalska rétti í gríð og erg. Einhverra hluta vegna datt ég í eitthvert nostalgíukast og fór að rifja upp minningar frá þeim skemmtilega tíma er maður lifði og hrærðist í hinu mjög svo alþjóðlega samfélagi stúdenta við KVL. Í framhaldi af því rifjaðist upp brandari sem Paolo, hin ítalski samleigjandi minn á þessum tíma, sagði mér. Hvernig hann fór að því að koma brandaranum frá sér er mér, enn þann dag í dag, hulin ráðgáta því hin enska tunga var honum ekkert sérstaklega töm, blessuðum karlinum. Innihald brandarans komst þó til skila og það sem meira er ég hef munað hann alla tíð síðan, sem verður að teljast einstakt. Ég ætla því að deila þessum, mjög svo alþjóðlega, brandara hér með ykkur en hann var eitthvað á þessa leið:
Himnaríki er....
..... þar sem vélvirkjarnir eru þýskir,
lögreglan er bresk,
elskhugarnir eru franskir,
kokkarnir eru ítalskir og
allt er skipulagt af Svisslendingum.
Helvíti er.....
......þar sem vélvirkjarnir eru franskir,
lögreglan er þýsk,
elskhugarnir eru svissneskir,
kokkarnir eru breskir og
allt er skipulagt af Ítölum
Yfir og út á sunnudagseftirmiðdegi
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 582
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er spor....
Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 19:37
godur :)
Gusta jr fraenka (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.