9.10.2007 | 12:36
Af ritvellinum
Málfarsfasistinn sér sig knúin til að svara Siggu frænku opinberlega því málfarsfasistinn viðurkennir fúslega að hann hefur aldrei verið sterkur á svellinu í réttritun og stafsetningu. Hluti af vandamálinu er að málfarsfasistinn talar norðlensku og setur til að mynda oft heldur mörg -n- í orð eins og vanta og henta. Mér sýnist nú reyndar að villurnar í síðustu færslu séu mest megnið fljótfærnisvillur í innslætti sem er mjög algengt að komi fyrir hjá málfarsfasistanum enda hafa fingurnir oft ekki undan að slá inn það sem fasistinn hugsar þegar andagiftin kemur yfir hann. Engu að síður verða þetta að teljast slæleg vinnubrögð hjá málfarsfasistanum og óafsakanleg þar sem málfarsfasistinn er þekktur fyrir að refsa nemendum sínum grimmilega fyrir slæleg vinnubrögð. Því sér málfarsfastistinn sig knúinn til að biðjast opinberlega afsökunar á þessum tæknilegu mistökum. Það ku koma fyrir besta fólk að láta hanka sig á þeim.
Það er því ljóst að fasistinn verður að venja sig á að nota púkann að staðaldri eða gera eins og margir mætir menn hafa gert á undan honum, það er að skrifa eins og honum sýnist og kalla það ritstíl. Málfarsfastistinn hefur reyndar fyrirmyndir að því þar sem einn af hans leiðbeinendum notar slíkan einkaritstíl óspart og harðneitar að skrifa ypsílon.
Yfir og út á þriðjudegi
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðbeinandi eða ekki, ja svei. Einkaritstíll er bara orð yfir þá sem ekki nenna að hugsa eða hafa nennt að læra það sem þeir áttu að læra í barnaskóla. og hananú. Það eina sem er afsakanlegt eru innsláttarvillur og þó, maður á að lesa yfir textann áður en hann er sendur. Blessi þig fasisti minn. aG
ammaG (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 16:06
Hin opinbera afsökunarbeiðni er hér með tekin til greina enda sagði ég INNSLÁTTARVILLUR en ekki stafsetningarvillur. Ég tala nú norðlensku líka en tel mig þó skrifa nokkuð rétt. Stend mig þó að því að muna ekki alltaf hvaða orð er best að nota ....þá er norskan að þvælast aðeins fyrir mér.
Tek heilshugar undir með ömmu þinni varðandi svokallaðan einkaritstíl!! Það er bara málfarsleti eða ritleti.... ef þau orð eru til í íslenskri tungu. Nákvæmlega eins og eikka, gegt, o.s.frv.
Sigga frænka (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.