Einn af þessum dögum

Ég hef hugsað mér að fara að dæmi Siggu frænku (hún virðist vera orðin mín helsta samviska og fyrirmynd þessa dagana) og fá útrás fyrir pirring dagsins hér á öldum ljósvakans (spurning hvort öldur ljósvakans eigi aðeins við sjónvarp eða hvort mér sé leyfilegt að nota þetta um veraldarvefinn).  Það er nú bara einhvernvegin þannig að suma daga er eins og allir í kringum mann bindist samtökum um að hreyfast bara alls ekki.  Það er bókstaflega alveg sama hvaða aðferð maður reynir.  Biðja fallega, biðja ekki alveg eins fallega, nöldra, skipa, rífast og tuða, ekkert gerist.  "Nú þoli ég ekkert múður lengur" svipurinn virkaði heldur ekki.  Líkleg ástæða er sú að menn þekkja mig ekki nógu vel ennþá.  Í lok dagsins er maður svo komin með dúndrandi höfuðverk af því að hafa barið hausnum í steininn í heilan dag.  Ég fór því í ríkið og keypti mér bjór.

Guði sé lof fyrir að meðlimir í borgarstjórn Reykjavíkur sjá mér fyrir skemmtiefni í kvöld.  Sérstaklega Björn Ingi.  Ég verð nú bara að segja að það er að sumu leyti hressandi að sjá mann sem er svona óhagganlega sannfærður um að allt sem hann gerir sé svona líka ljómandi frábært og fullkomlega eðlilegt.  Hann er þó alltént heiðarlegur í sinni spillingu og fer ekki í felur með hana.

Annars er hann Dagur nú bara ansi huggulegur borgarstjóri

yfir og út af Eyrinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm.... það er ágætt að nota bloggið sem útrás ef maður þarf að koma einhverju frá sér en hefur engan á staðnum til þess.

Mér hefur nú reynst best að, þegar allar þær aðferðir sem þú telur upp virka ekki, hreinlega springa og hafa virkilega hátt í smá stund, láta allt vaða og yfirleitt verður fólk svo hrætt að það þorir ekki að umgangast mig í smá tíma á eftir.

Virkar utmerket á norðmenn sem að eru vanir að diskutere allt í tætlur áður en að niðurstöðu verður komist. Íslendingurinn segir hinsvegar skoðanir sínar hátt og skýrt!!!

Bjór er svo afbragðs slökunarráð á eftir !!!

Samviska þín og fyrirmynd! (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:59

2 identicon

Já ég verð að segja að mér finnst svo sorglegt að mannlegar dyggðir heyra orðið sögunni til......og einhvernveginn virðast þær bara alls ekki vera ofarlega í huga margra pólitíkusa.........mér finnst framapot vera það sem skiptir flesta meira máli og skjótur frami hvernig sem honum er náð með spillingu, klíku, mútum....viðrist því miður vega þyngra en mannsins dyggð.  Mér finnst þetta vera orðið of algengt í okkar þjóðfélagi. 

Varðandi það að láta skoðanir sínar í ljós þá er það góður eiginleiki að geta komið þeim á framfæri og einnig það geta séð hlutina í víðu samhengi sem og virt skoðanir annarra.........svo framarlega sem þær eigi við rök að styðjast.

En annars ætla ég bara ekkert að tjá mig meira um þetta.....vona að þú hafir það gott:)

Bestu kveðjur úr eyjum

Kolla frænka (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:18

3 identicon

Bara smásaga. Einu sinni var kona nokkur búin að reyna allt  líka  þögn með  "nú er nóg komið" svipnum. Þetta var um kvöldmatartíma og hún hafði rétt lokið að hræra nokkuð stóran skammt af skyri á meðan hávaði annarra fjölskyldumeðlima stóð hvað hæst. Nú brast hún á með því að skella skyrskálinni með krafti á matborðið með þeim afleiðingum að skyrsúlan skvettist upp í loftið yfir borðinu. Þetta hreif, það sló þögn á hópinn sem starði á konuna í undrun, ena ekki vanur svona áhrifamiklum viðbrögðum hennar. Í þögninni sem myndaðist sagði konan í tón  svona eins og henni kæmi þetta ekkert við.  Gjörið þið svo vel. Allir settust og tóku til matar síns, þrátt fyrir augnagotur sagði enginn neitt um skyrið í loftinu. að loknu borðhaldi stóð konan upp og sagði rólega um leið og hún gekk út úr eldhúsinu: Þið gangið svo frá. Og það var ekki gert betur í annan tíma, líka loftið. M.a.o  skálin var úr plasti. Stundum  dugar sjokkmeðferð.  Kv  aG

aG (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:14

4 identicon

Akkrúrat, sjokkmeðferð..... springa og hafa hátt í smástund !!!!

Sigga frænka (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 16:14

5 identicon

Er allveg samála ´þér maður getur orðið verulega pirraður þeger menn halda að verkin gerist bara við að tala um þau inni á skrifstofum.

gunni frændi (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 571

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband