21.10.2007 | 09:34
O jæja
Lífið er að komast aftur í rétt horf eftir vægast sagt erfiða viku sem einkenndist af heiftarlegur kvefi. Eftir heimaslátrun og annað stúss um síðustu helgi vaknaði ég á mánudagsmorgun með fyrsta kvef vetrarins og það reyndist vera kvef dauðans, svo fyrri part vikunnar reyndist nær ómögulegt að ná upp fullum snúning. Veikindafrí var út úr myndinni þar sem þessi vika var uppgjörsvika og flestir dagar fullbókaðir. Heilsufarið fór nú heldur að skána þegar leið á vikuna, ekki spillti fyrir að Hákon og Þorbjörg buðu mér tvisvar í kvöldmat þannig að klukkan hálf fimm á föstudag gat ég hætt í vinnunni með góðri samvisku þar sem allt var nú komið nokkurn veginn á áætlun aftur. Vikan endaði svo með trukki og dýfu. Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að fyrir svona um mánuði síðan flaug ég norður til að fara i seinni göngur og viti menn í flugvélinni hitti ég Kollu sem ég vann með á Póstinum fyrir einum 10-11 árum. Nú við tókum spjall saman sem entist allt flugið og reyndar hefðum við án efa getað gert betur. Við ákváðum að það væri nú tilvalið að hittast einhvern tíman fljótlega og á föstudagskvöldið létum við svo verða af því og elduðum góðan mat heima hjá Kollu þar sem ég fékk einnig gistingu. Í stuttu máli sagt geysilega vel heppnað kvöld sem entist fram til 5 á laugardag því við höfðum sko um ýmislegt að tala. Rannveig vinkona Kollu slóst einnig í hópinn, hún reyndist vera hin mesti áhugamaður um sauðfé og pólitík. Sem sagt geysilega vel heppnað kvöld í alla staði. Punkturinn yfir I-ið var svo settur með því að bóka flugfar fyrir tvo til London í Apríl fyrir okkur Fanney. Ég get því verið nokkuð sátt við afrakstur vikunnar þrátt fyrir að heilsufarið hafi ekki verið upp á marga fiska. Þessi vika lofar hins vegar góðu á þeim vígstöðvum enda vaknaði ég algerlega stíflulaus í morgun.
Góðan sunnudag
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 571
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú ert hætt við að andast. Hér á bæjum hafa samskifti fólks s.l. vikur farið fram á ísrússensku sem er afar merkilegt mál, en ég viðurkenni að það er svolítið þreytandi að tala það lengi í einu og enn erfiðara að koma einhverju viti í skilninginn og þó, þetta hefur gengið merkilega vel enda allir af vilja gerðir. En frú Tatanja eitthvaðovna eitthvaðovitzch og sonur eru nú á förum him til Udmurtiu svo heilsellurnar mínar eru ákveðnar í að taka sér smáhvíld frá tungutali og munnvikin fá að slakna úr kurteisisvelvilja brosi. Æijæja, svo lengi lærist sem lifir og þetta var bara ágætt. Heilsist þér sem best. aG
aG (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.