í Upphafi árs

Gleðilegt ár ágætu félagar 

Ég held að gott sé að hefja nýtt ár á nokkrum orðum, heldur færri þó en endað var á.  Sigga Dóra virðist vera eina manneskjan sem hefur nennt að lesa í gengum búskaparannál síðasta árs og á hún hrós skilið fyrir það. 

Áramótin gengu nú tiltölulega rólega fyrir sig, hafði reyndar skroppið á ágætis kenderí með Þorbjörgu daginn fyrir, daginn fyrir, gamlársdag.  Ákvað að vera skynsöm og drekka bara hvítvín, varð því aðeins hæfilega létt og skemmti mér konunglega til að ganga 5 er við Þorbjörg röltum heim í Skarðshlíðina.  Þessi skynsamlega ákvörðun reyndist svo ekki vera neitt sérstaklega skynsamleg þar sem hvítvínsþol meltingarfæra minna reyndist vera mun minna en rauðvínsþol þeirra (enda drekk ég sjaldan hvítvín) og því fór það svo að þrátt fyrir að vera bráðskýr í kollinum daginn eftir og laus við alla þá verki sem gjarnan fylgja "næsta degi" þá gerði maginn uppreisn og neitaði alfarið að taka við nokkru matarkyns langt fram eftir "næsta degi".  

Þrátt fyrir að fyrri heilsu hafi verið náð á gamlársdag, datt ég í rólyndisgírinn um kvöldið.  Vil kenna þar um, óhóflegu áti og langvarandi uppsafnaðir þreytu síðustu mánaða.  Skreið upp í rúm með Skáld-Rósu (bók) og las mig inn í nýja árið, meðan annað almennilegt fólk fór á ball.  O-jæja það verða önnur böll og önnur áramót

En nú tekur víst alvara lífsins við á ný.  Er mætt til vinnu, á Akureyri að þessu sinni.  Flökkueðlið lætur ekki að sér hæða.  Verð þó komin á gamlar slóðir í byrjun næstu viku.

Nýtt og spennandi ár framundan.

GEH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð  og sæl á nýju ári. Leit aðeins við til að óska þér góðra  og  ánægjulegra  tíma á þessu nýbyrjaða ári sem og um alla framtíð. Kveðjur, 

ammaG (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:07

2 identicon

Gleðilegt ár Gunnfríður mín!!!

Ég fékk smá sjokk þegar þú sagðir að þú værir mætt til vinnu á Akureyri og minntist á flökkueðlið. Andaði léttar þegar ég komst að því að ég var taugaveiklaður að nauðsynjalausu. Hlakka til að sjá þig aftur á Eyrinni.

 Kveðja,

  Eyfi Kiddi

Eyfi Kiddi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:56

3 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Ég færi nú tæplega að yfirgefa þig Eyfi minn.  Þú getur því andað rólega því þú losnar nú ekki svo auðveldlega við mig   hittumst hress og kát eftir helgina.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:02

4 identicon

Mín kæra vinkona.  Ekki halda eitt augnablik að ég hafi ekki komist í gegn um annálinn þinn.  Ég las hann af mikilli áfergju með hvítvínsglas mér í hönd, en hafði bara svo lítið gáfulegt að segja um búskaparhætti Svertingsstaðafjölskyldunnar að ég ákvað aldrei þessu vant að þegja.  Mig vantar svona sveita-orðaforða til að geta hljómað viturleg.

Kolla (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband