Tálkvendi í mórauðri lopapeysu

Ég hef fengið til tímabundnar notkunar eina af þessum svokölluðu hásu kynæsandi röddum.  Hvað það er sem er svona kynæsandi við konur með hálsbólgu og skil ég ekki en hef ákveðið að vera ekki að velta mér upp úr því heldur taka fegins hendi því sem ég get fengið.  Nú vantar mig bara svarta kokteildressið, háa hanska, 11 cm pinnahæla, gerviaugnhár og munnstykki til að fullkomna gervi tálkvendisins.  Það gæti reyndar verið að hóstaköst og nefrennsli settu smávægilegt strik í reikninginn hvað gervið varðar og líklega er lítil von um bata ef ég fer að spássera um í kokteildressinu í þessu veðurfari. 
Ég hugsa að ég taki því frekar ráði frænda og fjárfesti í rótsterku áfengi.   Skelli mér svo í mórauða lopapeysu, ullarsokka og gúmmískó og taki svo nokkra létta slagara og smalavísur þegar komið er smá borð á flöskuna.  Þá get ég líka farið að telja sjálfri mér og öðrum trú um að röddin sé einfaldlega viskí-rödd sem eigi sér fullkomlega eðlilegar skýringar.

 

20344      aStekkjastaur%5B1%5D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvernveginn atti eg alveg jafn audvelt med ad sja tig fyrir mer i kokkteildressi og i lopapeysu!! :) Godan Bata!!

Gusta jr fraenka (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleymd ekki hunanginu -- það er lykilatriði!

Sigurður Hreiðar, 17.1.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband