16.2.2008 | 23:31
Home sweet home
Jæja, hvað gerir svo kornung einhleyp kona á laugardagskvöldi. Jú, mikið rétt, hún situr undir sæng og bloggar. Það einasta sem ég get sagt mér til afsökunar er það að ég er heima á Svertingsstöðum, búin að framkvæma, á einum degi, meira líkamlegt erfiði en öll samanlögð áreynsla síðasta mánaðar OG ég er stútfull af mat sem mamma hefur samviskusamlega keppst við að bera á borð fyrir mig. Síðan ég koma á fimmtudagskvöld hefur verið tekin sprengidagur, þorrablót, bolludagur og ekta sunnudagssteik í eldhúsinu á Svertingsstöðum því mamma veit, sem er, að allar líkur eru á að ég sinni engum þessara merkisdaga, sem skyldi, þegar þá ber að garði. Hörður vill að ég komi endilega sem oftast heim
Annars var ljúft að komast norður. Að venju gat maður slökkt á rúðuþurrkunum norðanmegin Holtavörðuheiðar. Stoppað einhversstaðar á leiðinni til að teygja úr sér og eitt augnablik finnst manni að eitthvað sé ekki alveg eins og það á að vera. Svo hugsar maður sig um eitt andartak og áttar sig. Það er ekkert ROK. Maður andar léttar, slappar af í öxlunum, dregur andann djúpt og heimurinn er einhvernvegin allur miklu bjartari (enda ekki rigning sem byrgir manni sýn)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég fæ bara heimthrá thegar ég les thetta!
kvedjur úr óeirdaborginni,
sd
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:33
Sit líka heima hjá ma og pa í Mýrinni og leik mér í tölvunni. Rólegheita helgi, veislur og huggulegheit. Þvílík afslöppun. Eiginlega kærkomin. Njóttu letinnar og framkvæmdaleysisins eina kvöldstund.
kolla (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:20
Það verður ekki af þér skafið að þú ert hreinræktaður Norðlendingur. Mér dettur í hug vísa sem ég lærði fyrir margt löngu, það er að vísu sumarvísa en hún getur átt við hvenær sem er a.m.k. fyrir fólk sem er þessu marki brennt. Létt er geðið liðið stríð/ lífið enginn vandi./ Nú er síblíð sólskinstíð /sumar á Norðurlandi. Blessuð borðaðu eins og þú getur.
aG (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 15:14
stórfín vísa
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 20.2.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.