Hádegisblogg

Ég held að í mér hljóti að renna einhverjir nokkrir dropar af suðrænu blóði.  A.m.k. er ég ákaflega hrifin af öllu matarkyns sem ættað er af suðlægari slóðum.  Kús kús er í sérstaklegu uppáhaldi hjá mér í öllum mögulegum og ómögulegum útgáfum.  Það er hægt að gera ymislegt sniðugt með kús kús skal ég segja ykkur. 

Annars er Ljónið komið heim og er við sæmilegustu heilsu skildist mér.  Hitt þetta skiptið á ágætan bifvélavirkja.  Fyrir þá sem ekki vita, þá eru ágætir bifvélavirkjar þeir bifvélavirkjar sem ekki eru með stöðugar heimsendaspár (varðandi sjálfrennireiðina), sem ekki tala við mann eins og maður sé fífl heldur svara þeim spurningum sem maður spyr, skýrt og skilmerkilega. 

Það er vissulega gott að vera búin að finna einn slíkan.  Sem betur fer veit ég líka um ágætan smurmann sem er óþreytandi að skoða hitt og þetta fyrir mig og talar aldrei við mig eins og ég sé fífl, þrátt fyrir að ég hafi nú oft á tíðum gefið honum ástæðu til þess að álykta svo.

(Eftirfarandi samtal átti sér stað í raunveruleikanum, not my finest moment I have to say).

Bifreiðaeigandi:  Góðan daginn
Smurmaður:  Góðan daginn
Bifreiðaeigandi:  Ekki má ég biðja þig að kíkja aðeins á númersljósið hjá mér.
Smurmaður:  Alveg sjálfsagt, hvað er að númersljósinu ?
Bifreiðaeigandi:  Tja það logar ekki og ég get ekki fundið út hvernig á að skipta um peru.  Reyndar finn ég bara alls ekki peruna
Smurmaður:  Við skulum líta á þetta, settu í gang og kveiktu ljósin
Bifreiðaeigandi: (fer og kveikir ljósin)
Smurmaður:  Við skulum nú sjá (þreyfar fyrir sér hjá hinu ætlaða númersljósi)
Bifreiðaeigandi:  Finnurðu eitthvað þarna ?
Smurmaður:  Hmmm (fer íbyggin á svip og nær sér í tvist)
Smurmaður:  Þetta er nú svolítið skítugt hérna, (bregður tvist á hið ætlaða númersljós og viti menn í ljós kemur ljós, sem logar líka svona skært og fínt)
Smurmaður:  Það væri kannski bara gott fyrir þig að þrífa þetta aðeins oftar!!!
Bifreiðaeigandi:Blush

Yfir og út úr hádegishléi á eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frænka, það er kannski ágætt að bregða kúst og vatni á bílinn annað slagið það er að vísu helv... leiðinlegt og ábygglega líka dýrt að láta viðgerðarmann verka ljósin haha    Kv að norðan

Gústa eldri (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

ææ en ég kannast vel við þetta með bifvélavirkjana þeir ná alltaf að tala til okkar eins og við séum asnar.

En fyndin saman með ljósið, hefði vel getað komið fyrir mig he he

Góð kveðja

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 29.2.2008 kl. 14:55

3 identicon

Eg dyrka kus kus, algjort snilldarmedlaeti!! :) Flott a numeraljosinu!! :)

Gusta jr fraenka (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband