3.3.2008 | 20:35
Þolinmæði þrautir vinnur allar - eða hvað????
O jæja, ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að slá til með að opna rauðvínsflöskuna eða ekki. Hvort ég eigi að nenna að fara að hlaupa aðeins eða ekki. Hvort ég eigi að nenna að vinna í kvöld eða ekki. Hvort ég eigi kannski bara að glápa á imbann eða ekki.
Kannski ég geri þetta bara allt saman. Fari og hlaupi - opni síðan rauðvínið og taki eins og eitt glas yfir tölvunni OG hafi opið fyrir sjónvarpið á meðan. Ég er nefnilega kona og get gert alla þessa hluti í einu og meira til .
Ég er líka ákaflega hógvær eins og allir vita
Já ég er hlaðin góðum kostum - multifunctional eins og sagt er á erlendum tungumálum. En það eru nú flestar konur.
Því miður er þolinmæði ekki einn af þessum góðu kostum. Hana hef ég því miður af skornum skammti og það litla sem ég átti notaði ég upp til agna í dag. Morgundagurinn er því fyrirkvíðanlegur þar sem ég geri ráð fyrir að þá gæti þolinmæði gæti komið sér ákaflega vel
yfir og út af eyrinni
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uss það borgar sig ekkert að kvíða fyrir .....er alveg hætt að eyða orku í að kvíða fyrir hlutum ...annaðhvort ganga þeir eða ganga ekki...og ekkert við þvi að gera. Ef þeir ganga þá er allt í góðu ...ef ekki þá reynir maður bara aftur...
Sigga frænka (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:10
Einu sinni þekkti ég kall sem hafði verið nokkrar vikur í Danaveldi á yngri árum og talaði eftir það um námsár sín í Danmörku, með dönskum hreim ef hann mundi eftir því. Hann átti það til að ergja sig út af smámunum og sagði þá gjarna "Tolinmædi min er á trotum". Mér finnst þetta enn fyndið, og stundum er mér nóg að segja þetta upphátt við sjálfa mig ef mín "tolinmædi er á trotum". Þú ættir að prófa. aG
aG (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:33
hæja, nú fer að styttast.... Hafsteinn er að fara út eftir tæpa viku eða á miðvikud. 12.03, ætlar að drífa sig á leik. Heyrumst síðar.
Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.