Skattabarnið

Ég er þekkt fyrir að vera ekki mikið fyrir börn- nema bara svona í góðu hófi.  Í tilefni þess að nú líður að hinum árlegu skattskilum datt mér í hug barnið sem skatturinn gaf mér hérna um árið.   Þetta barn kom sem sagt fram á skattframtalinu mínu 2003 og hefði líklega verið þar eitthvað áfram því sá sem sá um skattframtalið mitt í þá dag, hafði litla hugmynd um fjölskylduaðstæður mína en fór fyrir tilviljun að tala um barnabæturnar sem ég hafið fengið.  Það kom mér ákaflega spánskt fyrir sjónir þar sem ég kannaðist ekki við að eiga neitt barn og frábað algerlega að taka við þessu þó ég efaðist í sjálfu sér ekkert um ágæti barnsins.  Ég vona bara að barnið hafi fundið stað á skattframtali einhvers sem vildi taka við því og barnabótunum svo það ráfi ekki enn þann dag í dag munaðarlaust í húsnæði Ríkisskattstjóra.

Yfir og út úr Eyjafirðinum

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er sennilega oftar sem dúkka óvænt upp börn hjá feðrum en mæðrum. Hvernig var með barnabæturnar, fékkstu þær greiddar eða voru þær bara á skattframtalinu. Og var þá ekki skráð barn hjá þér á framtalinu?Það gerðist svipað hjá mér einu sinni, nema að ég fékk barnabætur en konan mín ekki , svo ég sendi skattstofunni bréf og vildi fá að vita hver hefði fengið hennar barnabætur, ég fékk aldrei svar en barnabæturnar voru leiðréttar.

með kveðju ú Borgarfirðinum

Torfi Bergs (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:59

2 identicon

Þú ættleiðir þá bara krakkann ef hann er enn munaðarlaus...orðinn fimm ára í dag og þar af leiðandi sleppurðu við bleiuskipti, andvökunætur og pelagjöf, svo ekki sé minnst á leikskólagjöld þar sem unginn fer alveg að komast á skólaaldur!!! Kveðja úr vetrarríkinu Norge sem fékk all kröftugt páskahret.

Sigga frænka (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband