Og svo er það fótboltinn

Horfði á sérdeilis skemmtilegan leik í gær, Svíþjóð - Rússland.  Hélt að sjálfsögðu með Rússum enda aldrei verið mikið Skandinavi í mér.  Hjó eftir því að fótboltaspekingarnir töluðu um að Svíar spiluðu ávalt sama leikskipulag, og að í raun ættu Svíar miklu betri menn á bekknum en marga þeirra sem inná voru en þeir pössuðu einfaldlega ekki inn í sýstemið og væru því ekki í byrjunarliðinu.  Þetta fannst mér alveg týpískt skandinavískt, sérstakleg orðið sýstem sem á svo óskaplega vel við Svía, held ég.  Sýstem á öllu, voðalega fyrirsjánalegt eitthvað eins og t.d hún Karlotta sem var með okkur á kúrsnum úti í Finnlandi.  Maður sá á henni langar leiðir að hún væri sænsk, alveg eins og sprottin upp úr einni af bókum Astrid Lindgren, og gekk því einungins undir því nafni hjá okkur Elsu. 

Það kom líka á daginn að aumingja Svíarnir réðu lítt við Rússa sem spiluðu frábæran fótbolta sem hentað alls ekki sýstemi Svíana, og því fór sem fór.  Hafði líka ákaflega gaman að því að Adolf Ingi kallaði í sífellu "Rússarnir koma" svo maður sá fyrir sér heilu herdeildirnar, gráar fyrir járnum.  Rússarnir voru líka stöðugt að "koma" upp kantana hjá Svíum og ég er svo sannarlega búin að eignast mitt uppáhaldslið á EM.  Þeir eiga víst að mæta Hollendingum næst, áfram Rússland !!!!!

yfir og út

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona ...vertu góð við svíana!!!! Einn af mínum bestu vinum hér er sænskur og algjört gull af manni. Er annars bara að kíkja innom !! kveðja

Sigga frænka (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:38

2 identicon

Tad voru vist saetu spaensku strakarnir sem toku tetta a endanum! :)

Gusta jr fraenka (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband