13.8.2008 | 17:05
Afsakið hlé !
Jæja, mig hefur hrjáð mikil bloggleti, eins og þið hafið sjálfsagt orðið vör við. Ég hugga mig við það að líklega eru fáir sem nenna að lesa blogg núna enda ennþá sumar, þrátt fyrir að haustið nálgist óðfluga. Gleggsta merkið um það er að sífellt fleiri mæta nú til vinnu hjá LbhÍ enda stutt í að skólinn byrji. Það er líka komið svona smá haust í loftið, svali á kvöldin og orðið húmað og smá myrkur svona yfir blá nóttina.
Haustið er minn uppáhaldstími, sumarfríið/gangnafríið mitt nálgast líka með hverjum deginum. Við Litla-Jörp æfum af kappi fyrir göngurnar. Hún hleypur með mig og ég hleyp líka (ekki með hana samt). Henni finnst gaman að hlaupa en ekki mér og merkilegt nokk þá þarf hún frekar á þjálfun að halda, sallaði svolítið á sig, blessunin, í vor þegar hún slasaðist og stóð og safnaði spiki í 2 mánuði. Ég hef hins vegar ekki safnað miklu spiki svo ég þarf bara að ná upp smá þoli. Annars er hún að verða svo ljómandi þægilegt hross.
Skjóna litla frekja hefur ekki eins gaman að því að hlaupa, væri svona sófakartafla ef hún væri mennsk. Kynni best við að sitja fyrir frama sjónvarpið með popp og kók. Ný járning hefur þó gjörbreytt öllum aðstæðum svo nú eru okkar reiðtúrar mun lull-frírri en þeir voru áður.
Látum við nú lokið hesta fréttum en snúum okkur að öðrum íþróttum.
Það eru nefnilega Ólympíuleikar, ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum. Það þýðir að loksins er eitthvað áhorfanlegt í sjónvarpinu. Nú svo kom skyndilega í ljós að við höfðum sent handboltalið á Ólympíuleikana. Það hafði ekki nokkur maður minnst á, fyrr en liðið fór að vinna leiki, og skyndilega eru strákarnir okkar mættir aftur til leiks (voru nefnilega bara handboltalandsliðið áður), Flugfélag Íslands grefur upp gamlar auglýsingar, sem gerðar voru fyrir eitthvert stórmótið sem varð svo algert flopp, og handboltaæði grípur landann.
Ég fylgdist að sjálfsögðu með Ísland- Þýskaland. Reyndar bara á mbl.is en varð engu að síður stórhrifin. Stórhrifin af þeim sem sá um að lýsa leiknum á mbl.is. Það er augljóslega mikill snillingur, því ég veltist um af hlátri yfir frábærum kommentum sem komu í lýsingunni. Held að ég fylgist bara með á mbl.is héðan í frá
En nú er líklega best að hafa sig að verki, nokkur verkefni sem þarf að klára fyrir kvöldmat og útreiðar kvöldsins
Yfir og út
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.