I m back

Long time .... o.s.fr.

Þá er sumarfríið búið, því miður.  Var ekki alveg tilbúin að yfirgefa sveitina í gær en svo varð nú að vera.  Frábærar tvær vikur í smalamennskum og öðru kindastússi og maður barasta endurnærður á sál og líkama.  Geðheilsunni bjargað eitthvað fram á veturinn en nú tekur grár hversdagsleikinn við og hann er svo sannarlega grár enda afar þungbúið á Vesturlandinu í dag

Annars er það helst að frétta að Litla-Jörp stóð sig með stakri prýði í smalamennskunum.  Var ekki alveg viss svona fyrirfram en hún reyndist hin mesti nagli svo nú þykist ég vera mjög svo stoltur eigandi bæði reiðhross og gangnahross, sem ekki alltaf fer saman í einum og sama hestinum

Ég heimti reyndar ekki allt mitt fé af fjalli og reyndar má segja að heimtur hafi ekki verið nógu góðar hjá mér ef horft er á hlutfallstölur þar sem mig vantar 25% af lömbunum mínum.  Sem er að vísu bara eitt lamb þar sem fjáreignin er nú ekki mikil.  Botna mín mætti þó í réttirnar eins og sást á forsíðu Morgunblaðsins föstudaginn 12. september síðastliðinn.  Augljósir smekkmenn þessir ljósmyndarar Morgunblaðsins.

En nóg af búfjárfréttum í bili

Yfir og út aftur af eyrinni

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig hlakkar mikið til að fá fréttir í beinni , af smalamennsku, Litlu-Jörp og öllum hinum dýrunum.  Einu sinni átti ég kind.  Hún hét Madonna.  Hún endaði í hakki og spagettíi og rann ljúflega niður.

Kolla (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:42

2 identicon

Mér þætti gaman að sjá kind sem endað hefur í spagettíi, næ þessu með hakkið en á erfitt með að átta mig á spagettíinu

konni (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 21:04

3 identicon

Konni: Þú ert karlmaður, ekki von þú skiljir.  Þið eruð svo takmarkaðir

Kolla (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband