12.10.2008 | 19:40
Fátt er svo með öllu íllt
Nú er búið að stofna Nýja-Landsbankann og Nýja-Glitni og í báðum þessum nýjum bönkum eru konur bankastjórar. Loksins loksins þá eru menn búnir að átta sig á því að ef þú þarft að láta gera eitthvað almennilega þá færðu konu til verksins það er líka öllum konum ljóst að konur fara mun betur með peninga en karlmenn geta nokkurn tíman gert. Enda hafa konur í gegnum aldirnar þurft að gera mikið úr litlu. Konur eru líka yfir hverskonar pissukeppnir hafnar og þurfa ekki að eiga stærsta bankann, bílinn, bátinn nú eða fá frægustu rokkstjörnuna í afmælið sitt. Einnig liggur ljóst fyri að konur hafa almennt ákaflega víðtæka reynslu af því að þrífa upp skítinn eftir karlpeninginn og, það sem kannski er mikilvægara akkúrat núna, að redda málunum þegar allt er komið í óefni.
Húrra fyrir okkur stelpur
Ég minni enn og aftur á það að það er erfðafræðilega staðreynd að Y-litningurinn fer stöðugt minnkandi svo mér sýnist náttúran vera á full-swing í þróuninni.
Yfir og út af eyrinni
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra GEH.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta komment mun líklega ekki hjálpa þér mikið, þar sem skrif þín bera mikinn vott um skilningsleysi og einstrengingshátt. Ég get samt ekki látið svona skrif óáreitt. Vona að þú getir virt það.
Að gefa í skyn að konur eigi nokkuð minni hlut í þeirri stöðu sem upp er komin er hjákátleg og í besta falli barnaleg afstaða. Jafnvel þótt bankastjórar þessara banka hafi verið karlkyns, voru konur meðal þeirra æðstu stjórnenda og mér finnst ekki hægt að líta framhjá því að konur hafa staðið karlmönnum jafnfætis í þeirri stöðutáknakeppni sem undanfarin ár hafa einkennst af, því miður. "Á bakvið hvern karlmann stendur kona" hafa ýmsar konur fleygt framan í mann í nafni feminisma í gegnum árin og ég skal taka undir það. Undirrót pissukeppninnar voru auðvitað að hluta til konur sem keyrðu fínu bílana í spadagana og vildu fallegri kápur. Þar er ég ekki að minnka ábyrgð karla til móts við konur, nótabene.
Að lokum vil ég benda þér á að breytingar á tjáningu gena á Y litningi bera engin merki um breytingu hlutfalla karla og kvenna. Ekki draga ályktanir um slík fræði nema að bera til þess tilheyrandi skilning, mín kæra :)
Takk fyrir góð blogg og jákvæða afstöðu í stöðunni. Það er til fyrirmyndar.
Gunnar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:37
hehehe, þetta var skemmtilegt innlegg á sunnudagskvöldi. Á líklega eftir að hlægja lengi að þessu. Mér sýnist að ég hafi hitt á viðkvæman blett þarna hjá einhverjum. Sem ég þekki reyndar ekki. En rekir þú inn nefið aftur Gunnar minn þá er kannski ágætt að þú fáir að vita að ég stunda nú einmitt doktorsnám í ERFÐAFRÆÐI svo þú fyrirgefur þó ég leyfi mér að grínast pínu með "fræðinn" og sjálfa mig í leiðinni
yfir og út af eyrinn aftur
GEH
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:51
Hehehe, jæja gaman að því, þá eigum við eitthvað sameiginlegt :)
Þetta er ekkert viðkvæmur blettur hjá mér persónulega. Leiðist bara alhæfupésar af öllum stærðum og gerðum :) Hafðu það gott.
Gunnar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:13
Þú kennir nú líka erfðafræði Gunnfríður mín, og gerir það bara helv. vel ;)
Ásrún Ýr (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:56
mikið kann ég vel að meta þinn ískalda húmor,
en Gunnar, minn kæri Gunnar.
It´s girl power
okkar tími er kominn
Guðný Jóhannesdóttir, 18.10.2008 kl. 12:55
Hehehehe.. Líst vel á þessa færslu
Þórey (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.