Eftir að allt of margir dagar hafa liðið

Örsnöggt hér, af því að ég er búin að vera svoooooo löt að blogga.  Sit hér í Dalabúð þar sem ekki eru til ofnar, dúðuð upp fyrir haus.  Hlusta á Berglindi tala um NorFor.  Röðin kemur svo að mér eftir hádegið.  Erum rétt tæplega hálfnaðar með fundaferðirnar eftir daginn í dag

Stefnan síðan tekin beint á Blönduós og svei mér þá ef við erum ekki bara búnar að skipuleggja smá hyggekvöld með rauðvíni fyrst að við erum nú svona í hálfgerðu húsmæðraorlofi.  Því mun leiðin liggja í kaupfélagið í Búðardal (vona að það sé ennþá til) og síðan á hárgreiðslustofuna í Búðardal (þar er ríkið). 

Stefnir sem sagt í dægilegt kvöld.

Annars færðist ég örlítið nær samtímamenningunni nú um daginn þegar ég skráði mig á fésbókina.  Var mjög gott fyrir egóið því skyndilega átti ég fullt af vinum Cool.  Reyndar rosa gaman að komast í samband við marga af þeim sem ég hef einmitt misst samband við eingöngu vegna þess að ég er húðlöt að halda sambandi við fólk.   Sniðugt !!!!

Lýsi svo að lokum yfir ánægju með endursýnt áramótaskaup gærdagsins.  Hló eins og bjáni ein með sjálfri mér.  Akkúrat það sem við þurftum svona í kreppunni og sívaxandi skammdeginu. 

En nú er matur og ég svöööööng

yfir og út úr Dölunum að þessu sinni

GEH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sé að þú hefur tekið vel eftir þegar við keyrðum í gegnum Búðardal um daginn. Þurfti bara að segja þér einu sinni hvar mjólkurbúiðin var

kv konni

konni (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:25

2 identicon

Konni: Gunnfríður er nú engin einfeldningur

Gunnfríður: loksins færst skýring á þessar þögn þinni.  Fer ekkert að líða að Borgar-Reisu....

kolla (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 07:23

3 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

ég trúi því nú ekki að sé kalt í dalabúð. Ætíð þegar ég kem þar er svo heitt að opna þarf allt uppá gátt til að kæla niður.

Gæti líka verið að umsjónarmaðurinn hafi gleymt að hækka hitann.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 4.11.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband