12.11.2008 | 18:02
orlof
Ég er að drepast úr leti og þykist vera voðalega þreytt eitthvað. Við Berglind komum heim á Hvanneyri klukkan rúmlega 7 í gærkveldi. Þá voru um 53 tímar síðan við lögðum af stað í túrinn mikla.
Vorum sem sagt í A-Skaft, V-Skaft og Rang þessa vikuna. Það þýddi að við þurftum að vera komin á Höfn á sunnudagskvöld. Ferðalagið tók lungann úr sunnudeginum enda 6 tíma akstur frá Hvanneyri að Höfn og við fengum sko allan pakkann.
Smá sandrok á Skeiðarársandi,
Svolitla sviptivinda í Öræfunum,
Þurftum að þefa upp bensínstöð í Suðursveit þó okkur findist við nýbúnar að taka bensín (þar var sem betur fer bensínsala heima á einum bænum).
Vorum orðnar verulega slæptar þegar loksins var komið í Hornafjörðin klukkan rúmlega 8. Höfðum ekki einu sinni rænu á að drekka hvítvínið sem var með í för og fengum okkur bara að borða og svo beint í háttin.
Gleymdum þreytunni að mestu þegar Hornafjörðurinn sýndi sittt besta andlit daginn eftir. Það eru ekki margir staðir sem toppa náttúruna þarna. En ekki gafst nú mikill tími til að njóta þess og þegar við þurftum að bruna af stað aftur strax að námskeið loknu var komið myrkur.
Við eyddum því ekki tíma í að skoða útsýnið enda ekki um mikin tíma að ræða. Náðum á Hellu rúmlega 9 og þar beið okkar sá allra minnsti sumarbústaður sem ég hef orðið aðnjótandi að gista í.
Þriðjudagurinn byrjaði vægast sagt fremur illa og stressið farið að segja til sín en allt hafðist það þó að lokum svo við gátum hoppað beint upp í bíl og brunað heim upp úr klukkan 5 en var alveg búin með orkuna þega heim kom
Þessir 53 tímar var sem sagt eytt í að keyra, kenna, sofa og nákvæmlega ekkert annað en svona nokkuð í jöfnum hlutföllum bara held ég
Held að ég þurfi orlof
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehe... Þetta eru svona dæmigerð Öræfi bara, upptök allra fellibylja eru þar grunar mig. Það er greinilegt að þið hafið ekkert litið mjög oft á bensínmælinn þar sem það eru 2 bensínstöðvar í Öræfunum og meiru sinni sjálfsalar. EN það hefur örugglega verið miklu skemmtilegra að taka bensín í Hestgerði
Leitt að komast ekki á námskeiðið en ég er nú á kafi í sauðfjárræktinni ennþá og verð það fram yfir jól.....Kannski hittumst við 4. des
Þórey (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:46
Hvaða vesen er þetta, bara allt á móti ykkur í þessari vinnu það verður að bíta á jaxlinn,dugar ekkert að væla kveðja Mæja
Mæja (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.